Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 41 Menntun til sjálfbærni Umhverfismennt Menntun til sjálfbærni á rætur sínar í umhverfismennt sem víða hefur verið stunduð á formlegan hátt í áratugi en þar áður um aldir verið hluti af uppeldi fólks og námi. Markmið umhverfismenntar er að fólk öðlist umhverfisvitund, skynji hvaða hegðun er við hæfi í náttúru og samfélagi, sé hófstillt og sýni bæði fólki og umhverfi tillitsemi, virðingu og kurteisi. 28 – Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Stephan G. Stephansson 27 3 Auður djúpúðga í nútímanum Auður djúpúðga Ketilsdóttir var höfðingjadóttir. Hún var gift Ólafi hvíta Írlandskonungi og sonur þeirra, Þorsteinn, var konungur Skota um tíma. Þeir féllu báðir í orrustum. Auður bjó þá í Suðureyjum og ákvað að gerast landnámskona á Íslandi. Þangað fór hún með fjölmenni og nam mikið land á Vesturlandi. Varla er ofmælt sem sagt er í Laxdælu að Auður hafi verið mikið afbragð annarra kvenna. Viðurnefni hennar þýðir líka að hún hafi verið djúpvitur. Hún hefur sannarlega kunnað að haga sér með höfðingjum og verið flink í samskiptum við fólk og samfélag. Ef hægt væri að kippa Auði inn í nútímaþjóðfélag er næsta víst að það yrði henni ákaflega framandi. Gáfur hennar og skörungsskapur nýttust henni lítt og hún vissi varla hvað væri við hæfi um klæðnað og snyrtingu né þekkti hún daglega siði og venjur svo sem borðsiði. Hún yrði jafnvel óttaslegin við alla „galdrana“ í kring um sig eins og rafmagn og síma. Nútímamaðurinn er í raun að verða eins þegar náttúran er annars vegar. Kann ekki að haga sér, skynjar ekki og veit því ekki hvaða hegðun er við hæfi og gengur þvert á þær umgengnisreglur sem náttúran hefur sett á sinni löngu ævi. Óvíst er hve lengi hægt er að komast upp með það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=