Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 30 ekki lán þá borgi þeir ekki vexti. Kennedy bendir á að svo sé ekki því að vextir séu innifaldir í öllu. Þjónustufyrirtæki tekur lán á vöxtum fyrir stofnkostnaði sínum og getur ekki annað en látið fjármagnskostnað og vaxtagreiðslur út í verðlagið og rukkar því sífellt hærra verð fyrir þjónustu sína. Allur almenningur, hvort sem hann skuldar eitthvað eða ekki, er því að borga vexti um leið og hann kaupir þjónustu svo sem sorphirðu, tannlækningar og húsaleigu. Þeir sem eiga peninga í banka eða í hlutabréfum fá svo einhverja vexti sjálfir upp í vaxtakostnað sinn. Fólk gæti því haldið að jafnt sé með öllum komið en svo er ekki. Kennedy bendir á að fjarri lagi sé að peningakerfið meðhöndli alla á sama hátt. Meiri hluti fólks, eða um 80%, Þeir sem gagnrýna hagvaxtarhyggjuna benda oft á atriði sem þessi: Minni hagvöxtur er þegar ... Meiri hagvöxtur er þegar ... Móðir gefur barni brjóst og faðir þvær margnota bleyjur. Barn fær mjólkurduft úr pela og foreldrar kaupa einnota bleyjur. Fólk heldur húsum sínum vel við. Hús eru látin drabbast niður og síðan ný byggð. Fólk ferðast gangandi, á reiðhjólum eða ekur varlega. Fólk ekur hratt, klessukeyrir bíla og veldur slysum. Framleidd er vönduð vara og gert við hluti sem bila. Framleidd er léleg vara sem verður fljótt ónýt og er þá hent og nýir hlutir keyptir. Fólk eldar sjálft matinn sinn. Keyptur er tilbúinn matur í álbökkum og frauðplasti. Verðmætasköpun heimila eykur ekki hagvöxt. Fólk sem vinnur við að gera heimili sitt og fjölskyldu sinnar vistlegt, annast um börn og aldraða, viðheldur menningu, tungumáli, hefðum og siðum, ræktar eigið bú og garð, sinnir framleiðslu sem er borðuð, skitin út eða slitin út jafnóðum og hún er framleidd, það eykur ekki hagvöxt með sinni vinnu. Óveður og jarðskjálftar auka hagvöxt. Í kjölfar þeirra eykst sala t.d. á byggingarefni og mikil vinna er við enduruppbyggingu og lagfæringar. Stríð, með öllum sínum hörmungum, auka mjög hagvöxt. Umbúðir um vörur auka hagvöxt. Atvinna skapast við að hanna þær og framleiða, sala vörunnar eykst og verð hækkar. Umbúðir auka mjög sorp og vinnu við sorphirðu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=