Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar
Grunnþættir menntunar 27 Mannréttindi, hagvöxtur, verðmætamat og lýðræði Misskipting Jarðargæða, og óréttlætið og fátæktin sem henni fylgja, var ekki síst sá hvati sem hóf og efldi umræðuna um sjálfbæra þróun á 9. áratugnum. Víða um veröldina er fólk svo fátækt að það leiðir ekki hugann að náttúruvernd eða komandi kynslóðum. Það einbeitir sér að því að sjá sér og fjölskyldu sinni fyrir nauðþurftum einn dag í einu. Foreldrar, sem hvorki eiga mat né eldivið, höggva í eldinn síðustu hríslurnar sem finnast í nágrenninu og sjóða yfir honum útsæði næsta árs, frekar en að fjölskyldan svelti. Þannig er sífellt gengið nær auðlindum svæðisins og fólk verður æ fátækara. Á sama tíma lifir annað fólk á öðrum stöðum í allsnægtum og veit ekki aura sinna tal og gengur ekki síður, og reyndar enn frekar, á auðlindir Jarðar með óhófi og bruðli. Margsinnis hefur verið bent á að sjálfbærni verði ekki náð nema efnahagskerfi heimsins verði bylt. Líklega er þar erfiðasti hjallinn á leið til sjálfbærni. Velsæld og hagur þjóða er metinn eftir því hvort þær búa við hagvöxt eða ekki. Hann hefur verið, og er enn, hinn algildi mælikvarði á framfarir og velmegun og keppikefli ríkisstjórna. Hagvöxtur er þegar þjóðarframleiðsla á mann eykst en til þjóðarframleiðslu telst sú framleiðsla og vinna sem greitt er fyrir með peningum. Hagvöxtur er því fyrst og fremst mælikvarði á flæði fjármagns í landinu. Það sem ekki er metið til fjár stendur utan efnahagskerfisins og hefur ekki áhrif á hagvöxt. Hamingja og nærandi mannleg samskipti efla ekki hagvöxt né dregur slæm umgengni um náttúruna úr honum þegar til skamms tíma er litið. Lengi hafa verið ljósir þessir annmarkar á hagvextinum og menn hafa leitað eftir og stungið upp á öðrum aðferðum sem gæfu vísbendingar um hag þjóða. Nýjar aðferðir þyrftu að taka til fleiri þátta þjóðfélagsins en fjármagns svo sem til sjálfbærni og félagslegs réttlætis. Mat á vistspori manna er viðleitni í þessa átt en enn hefur hvorki það, né önnur mælikerfi sem þróuð hafa verið, rutt brott hinni hefðbundnu hagvaxtarmælistiku. Hagvaxtarhyggjan virðir ekki ýmis grunnlögmál Jarðar eins og það að Jörðin er takmörkuð að stærð. Það stenst því ekki að þjóðarframleiðsla sem byggir á náttúruauðlindum vaxi í hið óendanlega. Í klausu hér rétt fyrir framan líkir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=