Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar
Grunnþættir menntunar 25 Vistspor mannsins Síðustu tvo áratugi hefur verið í þróun ákveðin aðferð til að mæla svo kallað vistspor mannsins 14 . Hver maður þarf rými, svo og allar athafnir hans, þegar hann leitast við að uppfylla þarfir sínar og neyslu og losar sig við úrgang og rusl. Ekkert verður til úr engu, allt er frá náttúrunni komið og það er líka hún sem verður að taka við því sem frá fólki kemur. Svæði eru misgjöful og mishæf til að taka við en aðferðafræði vistsporsins mælir landsvæði í jarðhekturum . Hver jarðhektari býr yfir meðalgetu allra svæða Jarðar til að gefa og taka við á viðkomandi ári. Hópur fólks sem lifir á gjöfulu landi getur haft yfir að ráða mun fleiri jarðhekturum en jafn stór hópur fólks sem lifir á rýru landi þótt það sé mun stærra svæði að umfangi. Ef fólk á ákveðnu svæði notar fleiri jarðhektara en svæðið býr yfir til að uppfylla neyslu sína og losa sig við úrgang og mengun gengur fólk á höfuðstól svæðisins. Þjóðir geta líka átt viðskipti við önnur svæði og með því notað jarðhektara þeirra svæða sem gjöfulli eru en þeirra eigin svæði. Jörðin hefur takmarkaða stærð og því er geta hennar til frumframleiðni og móttöku mengunar takmörkuð. Vistsporið reynir að meta ágang mannkyns á auðlindir Jarðar og bera saman við getu hennar. Því meiri sem neyslan er því stærra er vistsporið. Ef sporið er minna en geta Jarðar er mannkyn innan sjálfbærni, þá er vistfræðilegur afgangur , höfuðstóllinn gæti stækkað og frumframleiðsla aukist og einnig gæti sá afgangur nýst öðrum tegundum Jarðar en manninum. Raunin er hins vegar sú að síðan vistsporsmælingar hófust hefur neysla fólks verið nokkru meiri en burðargeta Jarðar. Og Jarðarbúar geta ekki stundað viðskipti við verur á öðrum himinhnöttum. Stofnunin Global Footprint Network 15 mælir út vistspor þjóða og árið 2005 gerði hún svo í 201 landi. Á þeim mælingum byggði hún það mat sitt að meðalvistspor Jarðar það ár hafi verið 2,69 jarðhektarar. Sigurður Eyberg Jóhannesson leitaðist við að reikna út vistspor Íslands þetta sama ár. 16 Hann tekur fram að aðferðin henti ekki alls kostar íslenskum aðstæðum sem séu á margan hátt ólíkar aðstæðum í öðrum löndum ekki síst hvað varðar sjávarútveg og orkuframleiðslu. Sigurður leitaðist við að aðlaga aðferðirnar íslenskum aðstæðum og niðurstaða hans var að hver Íslendingur hefði notað þetta ár
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=