Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 24 Útinám Mikilvægt er að umgangast oft og reglulega nánasta umhverfi okkar og verða læs á það og náttúruna umhverfis okkur. Þegar við höfum lagt vinnu í að skilja, vinna úr og orða það sem við sjáum og skynjum í kring um okkur fer okkur að þykja vænt um umhverfi okkar og líður betur í því en áður. Það eykur okkur líka skilning og við getum glöggvað okkur á orðræðu þeirra sem hafa víðara sjónarhorn en við getum haft og áttum okkur á leiðbeiningum þeirra. Í nágrenni okkar er blettur vaxinn villtum gróðri. Við sjáum, eða góður kennari bendir okkur á, að þar eru alls kyns plöntur með ólíkan lit og angan. Við sitjum þar á vordögum og virðum fyrir okkur flugurnar sem fljúga á milli blóma og velja að setjast á sum þeirra frekar en önnur. Og við heyrum í þrestinum sem á hreiður með unga í næsta tré, gleypir eina og eina flugu eða togar ánamaðka upp úr moldinni. Nú skiljum við þegar grasafræðingar vara við að flytja inn ágengar plöntutegundir sem ryðja burt öðrum. Þær breyta fjölskrúðugu blómaengi í einsleitt og draga þannig úr lífbreytileika eða geta jafnvel útrýmt ákveðnum tegundum. Við skiljum líka fuglafræðinginn sem mótmælir úðun skordýraeiturs og tökum undir með honum. Og þegar bílaeigendur vilja breyta þessari „órækt“ í bílastæði finnum við að það kemur okkur við. Kannski áttum við okkur á að við höfum hlutverk í þessu leikriti og getum haft áhrif á hvernig það fer. Nándin við þennan litla blett hefur þannig gefið okkur skilning og þekkingu sem nær langt út fyrir hann, nær um allan heim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=