Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 22 á lífverum, plöntum eða fuglum. En geta þeir ekki hlustað á tónlist og jafnvel lært lög þótt þeir þekki ekki nótur? Og geta þeir ekki farið í leikhús eða bíó þótt þeir viti ekki hvað leikararnir heita? Grunnvistkerfi Jarðar er tiltölulega einfalt og er alls staðar það sama. Það er eins og leikrit sem hefur verið þýtt á ótal tungumál og er leikið um allan heim. Á hverjum stað eru leiktjöldin ólík en söguþráðurinn er hvarvetna eins. Aðalleikararnir eru alls staðar þeir sömu; sól, grænukorn plantna, loft og vatn, en hinir leikararnir eru ólíkir í útliti eftir svæðum og löndum, þótt hlutverk þeirra séu hin sömu. Sólin skín á lyng á Íslandi, eplatré í Svíþjóð, kaktus í Ástralíu. Alls staðar hefur hún sömu áhrif. Plöntur ljóstillífa og vaxa og breyta ólífrænu efni í lífrænt. Á plöntunum lifa dýr, og alls staðar eru lífverur sem „leika“ hin ýmsu hlutverk, eru plöntuætur, rándýr eða alætur. Hvarvetna eru líka lífverur sem taka við úrgangi annarra lífvera og nýta hann sér til framfæris og breyta honum í hráefni til lífs enn öðrum lífverum. Hvergi er kyrrstaða, allt er á hreyfingu. Alls staðar er verið að byggja upp og brjóta niður. Allt sem myndast og verður til tekur lán og greiðir það aftur með því að leysast upp svo að aðrir hlutir geti orðið til. Hring eftir hring er þetta leikrit leikið hvar sem er í veröldinni. Og við, allt fólk og öll samfélög, erum hlutar af þessu vistkerfi, þessu leikriti. Og til þess að taka þátt í því verðum við að skilja það. Ef við kunnum ekki hlutverk okkar getum við eyðilagt leikritið svo að leikur sem átti að enda vel endar illa eða með ósköpum. Lögmál náttúrunnar eru þau sömu um allan heim. Menn ólíkra trúarbragða hafa oft ólíka sýn á hvað er rétt og rangt. Það skapar úlfúð og togstreitu, jafnvel ófrið. En lögmál Jarðar eru alls staðar þau sömu, hringrásir sömu efnanna og flæði orkunnar, sömu leikreglurnar sem þarf að virða. Ef við trúum því að það sé Námsefni um hringrásir Námsefnið Komdu og skoðaðu hringrásir undirstrikar þá hugsun að vistkerfið megi skoða eins og leikrit. Í bókinni er gert ráð fyrir leiklestri og í vefefni sem fylgir eru leikir sem má leika hvar sem er í veröldinni og útfæra fyrir alla aldurshópa: • Lífsvefurinn • Fæðupíramídinn Sjá slóðir í samantekt kennsluverkefna á bls. 58.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=