Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 20 Sjálfbærni og aðrir grunnþættir námskrár Læsi – úrvinnsla á því sem maður sér og skynjar Læsi hefur lengst af verið skilgreint sem sú athöfn að lesa sig í gegnum skrifaðan texta. Skilgreining á læsi er orðin víðfeðmari en áður, fólk þarf að lesa og skilja alls konar tákn og miðlun sem getur verið sett fram á fjölbreyttan hátt. Kannski má segja að læsi sé úrvinnsla á því sem maður sér og skynjar. Sá sem hefur fengið kennslu í lestri, og er vel læs á texta tungumáls síns, kemst ekki hjá því að lesa. Íslendingur á ferð um landið les ósjálfrátt skilti við götur og vegi og fær með því upplýsingar, leiðbeiningar og viðvaranir. Fari hann til útlanda stautar hann sig fram úr skiltum í nágrannalöndunum og skilur þau líklega oftast. 2 Nýtt sjónarhorn á Jörðina Kennarar þekkja vel að sama efni sett fram á ólíkan hátt getur leitt til mismunandi úrvinnslu. Oft þarf að orða hluti á ýmsa vegu og nálgast þá frá mörgum hliðum til að nemendur öðlist þann skilning sem kennarar eru að miðla. Geimfarar eru allir þrautreyndir og þjálfaðir í vísindum og tækni og vita alla mögulega hluti um Jörðina og himingeiminn. Samt hefur það gerst æ ofan í æ að þegar geimfarar stíga aftur á jörðina eftir dvöl í geimnum er afstaða þeirra til Jarðarinnar gjörbreytt og þeir hafa orðið mjög öflugir talsmenn náttúruverndar. Hvers vegna? Þeir lýsa því svo að utan úr geimnum hafi þeir fyrst séð það sem þeir þó vissu gjörla. Þeir sáu að Jörðin er einstök. Þeir sáu óendanleika himinhvolfsins, aragrúa stjarna og himinhnatta, eldhnetti, íshnetti, loftkennda hnetti, hnetti umlukta eiturgasi, dautt grjót á ferð, óteljandi slíka hnetti – en aðeins eina Jörð. Jörðina – bláa og hvíta í litum vatnsins, svífandi bjarta í myrkrinu og – lifandi. Hvergi annars staðar var líf að sjá. Og þeir fundu til óendanlegs þakklætis og væntumþykju og strengdu þess heit að gera sem þeir gætu til að bjarga þessum einstaka hnetti í óendaleika himinhvolfsins og því lífi sem hann fóstrar. 13

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=