Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

Ritröð um grunnþætti menntunar Sjálfbærni – Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum © 2013 Sigrún Helgadóttir Kápuhönnun: Kristín Ragna Gunnarsdóttir Umbrot og textavinnsla: Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Námsgagnastofnun Ritnefnd: Berglind Rós Magnúsdóttir, Hafsteinn Karlsson, Torfi Hjartarson Tengiliður við Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Sesselja Snævarr Ritstjórn: Aldís Yngvadóttir, Sylvía Guðmundsdóttir 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun Prentun: Ísafoldarprentsmiðja – umhverfisvottuð prentsmiðja ISBN 978-9979-0-1627-4 Sjálfbærni snýst um að hugsa um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Algengasti skilningur á hugtökunum sjálfbærni og sjálfbær þróun felur í sér að við skilum umhverfinu til afkomendanna í ekki lakara ástandi en við tókum við því og við leitumst við að mæta þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum. Efnahagskerfi samfélaga skipa stórt hlutverk þegar kemur að skynsamlegri nýtingu auðlinda og sanngjarnri skiptingu þeirra. Þannig er mikilvægt að efnahagsvöxtur byggi hvorki á, né leiði til, óhóflegs ágangs á náttúruna. Framleiðsla og neysla eru órjúfanlegir þættir samfélags og um leið efnahags hvers einstaklings. Skilningur á eigin vistspori, vistspori samfélaga og þjóða stuðlar að sjálfbærri þróun og hófsemi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=