Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar
Grunnþættir menntunar 17 hagvöxt á kostnað náttúru, umhverfis, samfélags, menningar og lífbreytileika. Í sáttmálanum eru 16 grunngildi eða markmið og hverju þeirra er skipt í nokkur undirmarkmið. Öll beinast þau að því að fólk sýni náttúru og lífríki virðingu og umhyggju og að stuðlað sé að félagslegu og efnahagslegu réttlæti, lýðræði og friði. Fjórtánda grunngildi Jarðarsáttmálans er um menntun og kveður á um að samþætta inn í formlega menntun og símenntun þá þekkingu, lífsgildi og hæfni sem þörf er á fyrir sjálfbæran lífsstíl. 11 Í desember 2002 ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að 2005–2014 yrði áratugur menntunar til sjálfbærrar þróunar og fól Menningarstofnuninni (UNESCO) að stýra því verki. Í framhaldi af starfi Sameinuðu þjóðanna, ótal samþykktum og ályktunum um sjálfbæra þróun og menntun til hennar hafa margar þjóðir samþætt menntun til sjálfbærni í námskrár sínar. Nú feta Íslendingar þá slóð. Sjálfbærni skal vera einn af grunnþáttum aðalnámskrár ásamt menntun til læsis, lýðræðis og mannréttinda, jafnréttis, heilbrigðis og velferðar og sköpunar. Allir þessir grunnþættir aðalnámskrár, sem eiga að lita allt skólastarf, eru samþættir. Þekking og færni í þeim öllum eru mikilvæg til að hægt sé að þróa íslenskt samfélag til sjálfbærni og án sjálfbærni nást ekki markmið um jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, heilbrigði og velferð. Inn í efnahagskerfi þjóðarinnar, og reyndar flestra þjóða, er innbyggt ýmiss konar óréttlæti og mismunun ekki síst gagnvart komandi kynslóðum. Það óréttlæti verður ekki upprætt nema með breytingum á verðmætamati og samfélagi, raunverulegri þróun til sjálfbærni. Frá landnámi hafa búið á Íslandi rúmlega 30 kynslóðir. Gera verður ráð fyrir að þær sem síðar komi verði ekki örfáar heldur óteljandi. Forsenda þess er að við, og allar þær kynslóðir sem á eftir koma, skilum landinu ekki í síðra ástandi en við tókum við því. Gagnlegar vefsíður: • Jarðarsáttmálinn hefur verið þýddur á íslensku. • Mikil umfjöllun er um menntun til sjálfbærni á heimasíðu UNESCO. • Ógrynni efnis og dæma um verkefni víðs vegar úr veröldinni. Sjá: Námsefni frá UNESCO á bls. 58.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=