Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar
SJÁLFBÆRNI 16 sem þrískipt mengi. Stærst er umhverfið allt, Jörð og himingeimur; náttúran sjálf, loft, vatn, jörð og margbreytilegt lífríkið. Samfélag er það umhverfi sem maðurinn hefur skapað innan náttúrunnar, efnislegt og félagslegt, fjölbreytt menning og þjóðfélög með lögum, siðum, skipulagi og samskiptum. Og innan samfélagsins hefur maðurinn mótað hagkerfið, það er allt mannanna verk. Hagkerfið verður því að taka mið af þeim gildum sem móta gott samfélag og samfélagið er allt innan umhverfisins og hlýtur að laga sig að þeim reglum og lögmálum sem náttúran setur. 10 Til að leysa þann vanda sem nú steðjar að mannkyni vegna rýrnunar Jarðargæða þarf samtakamátt allra. Fólk þarf að breyta lífsháttum sínum og neysluvenjum og sætta sig við hófsemi og jöfnun lífsgæða til að koma í veg fyrir ofnýtingu Jarðar. Það þarf átak og vilja til að stíga út úr eigin þægindahring og þekkingu, skilning og framsýni til að átta sig á að hann er í raun vítahringur. Forsenda sjálfbærni er að fólk menntist og að skilningur á ástandi Jarðar verði almennur. Við þurfum að viðurkenna að sjálfbær þróun, samþætt úr umhverfismálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum, er lífsnauðsynleg til áframhaldandi og mannsæmandi mannlífs á Jörðu. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Enginn gerir þó neitt nema að hann þekki og skilji hvað við er að eiga. Jarðarsáttmálinn og menntun til sjálfbærni Sameinuðu þjóðirnar skipuðu nefnd fólks frá öllum heimshornum og af öllum þjóðfélagsstigum til að semja sáttmála um verndun Jarðarinnar í anda Mannréttindasáttmála og Barnasáttmála en þeir sáttmálar eiga að tryggja réttindi allra Jarðarbúa. Jarðarsáttmálinn var kynntur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg árið 2002. Hvatinn að samningu hans voru skelfilegar staðreyndir um fátækt margra en ríkidæmi fárra og eyðileggingu Jarðar og lífríkis, mengun, útdauða tegunda og rýrnunar auðlinda og náttúrugæða. Allt afleiðingar þess að hugmyndir okkar um vöxt og framfarir miðast við iðnað og náttura/umhverfi samfélag hagkerfi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=