Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 11 í fjóra meginhluta og 40 kafla. Þetta var tillaga að leiðbeinandi framkvæmdaáætlun fyrir ríkisstjórnir, handbók eða dagskrá, í umhverfismálum til að fara eftir á 21. öldinni. Mikil áhersla var lögð á samvinnu í umhverfismálum og að efla endurvinnslu, hætta að nota ónauðsynlegar umbúðir, nota orkugjafa sem ekki menga o.m.fl. og að stórauka upplýsingar og fræðslu til almennings. 6 Síðar var útfærð Staðardagskrá 21 þar sem markmiðin frá Ríó voru löguð að sveitarfélögum. Með því voru verkefnin færð nær almenningi og byggðu sem fyrr á þrem meginþáttum, samfélagslegum, efnahagslegum og líffræðilegum. Samningur um loftslagsbreytingar: Mengun virðir ekki landamæri og nauðsynlegt þótti að þjóðir kæmu sér saman um aðgerðir til að draga úr styrk gróðurhúsalofttegunda sem valda hlýnun loftslags með ýmsum alvarlegum og mörgum ófyrirséðum afleiðingum. Samningurinn hefur löngum verið umdeildur og nokkrar þjóðir staðfestu hann ekki, til dæmis þær sem byggja afkomu sína fyrst og fremst á vinnslu og sölu olíu. Samningur um fjölbreytileika lífs (lífbreytileika): Þegar tæknivæddur maður leggur undir sig landsvæði, og umbyltir fjölbreyttri, villtri náttúru í tiltölulega einsleitt land, þá fækkar tegundum svæðisins. Samningnum var ætlað að standa vörð um lífbreytileika, stöðva óeðlilega útrýmingu tegunda og tap erfðaefnis. Við höfum val Þróað land er ekki þar sem fátækir eiga bíl heldur þar sem ríkt fólk notar almenningssamgöngur. Borgarstjóri Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu Úr formála Snorra-Eddu Af þessu skildu þeir svo, að Jörðin væri kvik og hefði líf með nokkrum hætti, og vissu þeir, að hún var furðulega gömul að aldartali og máttug í eðli; hún fæddi öll kykvendi og hún eignaðist allt það er dó; fyrir þá sök gáfu þeir henni nafn og töldu ætt sína til hennar. 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=