Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 8 sporna við alvarlegum umhverfisvandamálum. Þau sem þá voru helst nefnd voru eyðing og þynning ósonlagsins, hætta á loftslagsbreytingum, eyðing skóga, myndun eyðimarka og mengun í lofti, láði og legi. Grunnmarkmið heimsráðstefnunnar skyldu vera að koma á samvinnu þjóða heims um að tryggja framtíð Jarðar. Allsherjarþingið setti einnig fram nokkur meginatriði sem hafa skyldi til grundvallar í umræðum og ályktunum heimsráðstefnunnar: • Fátækt og fólksfjölgun er ein af rótum umhverfisvandans, hann verður ekki leystur nema með því að taka líka á efnahagsmálum þjóða. • Önnur rót vandans er misskipting gæða, ofnýting auðlinda, lífshættir og neysluvenjur og því þarf að endurskoða framleiðslu og lifnaðarhætti. • Iðnríkin bera mikla ábyrgð á umhverfisvandanum og því verða þau að leggja meira af mörkum til lausnar hans en fátækari ríki. Jörð – jörð Auður býr á Hóli, mikilli kostajörð. Hún hafði ætlað sér að koma útsæðinu í jörðina í dag en þegar hún leit út í morgun hafði snjóað og jörð var alhvít. „Ég hætti nú alveg að trúa á hlýnun Jarðar“, tautaði hún fyrir munni sér. Hefð var fyrir því í íslensku að skrifa orðið jörð með litlum upphafsstaf óháð merkingu þess. Þetta er oft órökrétt, til dæmis þegar hnettir sólkerfisins eru nefndir. Hvernig á kennari að útskýra eftirfarandi rithátt: Merkúríus, Venus, jörð, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus? Krakkarnir spyrja af hverju nafn Jarðar sé eina nafn reikistjörnu sem ekki er skrifað með stórum staf. Hnötturinn okkar heitir Jörð og sérnöfn skal skrifa með stórum staf. Á síðustu árum sést æ oftar rithátturinn Jörð. Í kjölfar fyrirspurnar til Íslenskrar málnefndar svaraði nefndin mennta- og menningarmálaráðuneyti í maí 2011 og taldi að sérnafnatúlkun ætti rétt á sér þegar rætt væri um reikistjörnuna Jörð. Ruglingi veldur að orðið jörð er líka samnafn, merkir t.d. bújörð, mold og yfirborð lands. Það getur stundum verið matsatriði hvort skrifa á jörð eða Jörð en oftast er það þó nokkuð skýrt. Í þessu hefti er skrifað Jörð þegar það er talið við hæfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=