Sirrý í Vigur

Til kennara og foreldra! Bæði foreldrar og kennarar vita hversu stórt bil getur verið milli áhugasviðs og þroska 6–9 ára nemanda og textans sem hann er fær um að lesa. Smábókaflokkur Menntamálastofnunar er tilraun til að brúa þetta bil. Reynt er að höfða til ólíkra áhuga­ sviða barnanna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Bæk­ urnar eru ríkulega myndskreyttar og lögð áhersla á að þær höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst til kímnigáfu lesenda. Smábókaflokknum fylgja ekki vinnubækur en á vefsíðu Menntamálastofnunar eru kennsluhugmyndir eftir Ragnheiði Gestsdóttur sem gilda fyrir bækurnar (sjá www. mms.is/smabok/smabok.htm ). Þar eru sett fram dæmi um verkefni sem henta fyrir ein­ staklingsvinnu og hópvinnu, málfræði, ritun, myndvinnslu og munnlega tjáningu og hægt er að laga að öllum bókunum. Umræður heima og í skólanum Skólaleiðin. Hvernig komast börnin í skólann. Er nokkur sem kemur með bát? Hve mörg börn hafa farið á sjó? Þekkja börnin einhvern sjómann? Leikir . Hvernig leika börnin sér eftir að skóla lýkur? Ein eða með öðrum? Inni eða úti? Ræða mismunandi leiki. Álfar. Hafa börnin heyrt sögur um álfa? Hafa þau séð álfa eða huldufólk? En einhver sem þau þekkja? Myndskoðun Hvernig eru myndirnar í bókinni gerðar? Finna t.d. sorglega mynd, fyndna, glaðlega, dularfulla, hættulega og ótrúlega mynd. Búa til bók – Myndvinnsla Búa til bekkjarbók með„klippimyndum”, klippa eða rífa myndirnar. Blanda saman ólíkri tækni eftir því sem hugmyndaflugið innblæs börnunum, nota má klessuliti, þekjuliti, þrykk, dagblöð, ljósmyndir, tölvutækni, sauma myndir o.fl. Búa má til myndir af því sem er sérkennilegt við eyjuna Vigur, t.d. gömlu mylluna. Einnig má búa til þemabækur, s.s. ferðabók, leikjabók, þjóðsögubók. Hvert barn teiknar einn atburð og skrifar stuttan texta. Teikna má uppáhaldsleikfangið, gæludýr, húsdýr, fiska í sjónum, báta og skip, eyjar og fjöll. Leikræn tjáning Leika sagnir sem sýna hvað Sirrý er að gera: Sippa, húla, leika sér við hund, veiða, klifra og reka kýr. Sýna og kenna hvert öðru leiki sem börnin kunna. Fjölmenning Þekkir einhver skólastarf og leiki barna í öðrum löndum? Hvaða munur ætli sé á að búa á eyju og í landi? Þekkið þið einhvern sem býr í bát?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=