68 æfingar í heimspeki

9 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Æfing 4: Hver er ég? Gögn: Skriffæri, blöð. Markmið: Þátttakendur kynnast, sjálfsskoðun, efla hugmyndaflug, að bíða eftir að fá orðið. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Allir þátttakendur skrifa stutta lýsingu á sjálfum sér á blað og láta engan vita hvað skrifað var. Lýsingin má ekki vera of augljós. Þátttakendur eiga að draga fram þá þætti í eigin fari sem fáir og helst engir þekkja, t.d. hvað þeim finnst skemmtilegt, hvað þeir hafa gert, hvert þeir hafa farið, hvað þeir eiga o.s.frv. Stjórnandi safnar saman öllum lýsingunum og les upp. Þátttakendur fá nú tækifæri til að giska á við hvern lýsingin passar. Látið þá sem vilja giska rétta upp hönd áður en ákveðið er hver fær orðið. Með því læra þeir að ekki er sjálfsagt að segja það sem maður vill segja hvenær sem er. Æfing 5: Satt og logið Gögn: Skriffæri, blöð. Markmið: Þátttakendur kynnast, sjálfsskoðun, efla hugmyndaflug, að bíða eftir að fá orðið. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Allir þátttakendur skrifa þrjár stuttar fullyrðingar um sjálfa sig. Tvær fullyrðingar eiga að vera sannar og ein á að vera ósönn. Síðan eru fullyrðingarnar lesnar upp af þeim sem þær skrifuðu. Þeir sem vilja giska á hver af fullyrðingunum þremur er lygi rétta upp hönd og sá sem las velur úr hver fær að svara hverju sinni. Dæmi um fullyrðingar: Ég á kött. Mér finnst ga man að synda. Ég hef farið til Ítalíu. Æfing 6: Spurt og rangt svar Markmið: Virk hlustun, einbeiting, að móta spurningu og samræður. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Allir þátttakendur semja spurningu eða spurningar og skrifa niður á blað. Spurn- ingarnar eiga að vera þannig að mögulegt sé að svara þeim neitandi eða játandi. Hér fylgja nokkrar spurningar sem þátttakendur í þessari æfingu hafa samið: • Er sænski fáninn bleikur og gulur? • Eru stólar hér inni? • Heitir þú Bjarni? • Er snjór úti? • Er Evrópa heimsálfa? • Er tyggjó með tyggjóbragði? • Eru einhyrningar til? • Er Eiffelturninn í New York?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=