68 æfingar í heimspeki

60 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 Fullyrðingarnar sem notaðar eru í þessari æfingu eru: Undantekningalaust ætti að íslenska heiti á erlendum matvörum. – Undantekningalaust ætti að íslenska erlend starfsheiti sbr. sandwich artist (á veitingastaðnum Subway) verður t.d. samlokulistamaður . – Það ætti að taka Z upp aftur í íslenska stafrófinu. – Fólk ætti að fá að heita það sem það vill heita. – Íslenskan mun aldrei leggjast af. – Erlend áhrif eru góð fyrir íslenskuna. – Fólk á að fá að nefna börn sín erlendum nöfnum ef það vill. – Það ætti að leggja niður mannanafnanefnd. – Það er rétt stefna að fólk fái ekki að nefna börnin sín hvaða nafni sem er. – Útlendingar sem fá íslenskan ríkisborgararétt eiga að taka upp íslensk nöfn. – Útlendingar sem fá íslenskan ríkisborgararétt og ekki vilja taka upp íslensk nöfn ættu þá að þurfa að þýða nöfnin sín yfir á íslensku sbr. Charlie yrði Karl , Hope yrði Von , Max yrði Hámark og Lipman yrði Varamaður . – Það ætti að talsetja allt erlent sjónvarpsefni. – Það ætti að íslenska öll erlend vörumerki og fyrirtækjaheiti sem eru hér á landi. KCF yrði þá annaðhvort Komdu að fá þér kjúlla eða Kristján fær sér kjúlla , Subway yrði Kafbátur , Eurosport yrði Evrópuíþróttir o.s.frv. – Íslenska er erfitt tungumál. – Íslenska er með of margar stafsetningarreglur. – Íslenska er fallegt tungumál. – Íslenska ríkið ætti að styrkja íslenskukennslu erlendis, t.d. í háskólum. – Það er kostur að fáir tali íslensku. – Enskuslettur ætti að banna í íslensku máli. – Íslenskan er skemmtileg. – Íslenskan er í hættu. – Íslendingar ættu að syngja á íslensku í Evrópsku söngvakeppninni . – Það skiptir engu máli hvaða tungumál er talað svo fremi sem fólk nær að skilja hvert annað. – Það ætti að taka út orðið Stop á stöðvunarskyldumerkjum og setja í staðinn Nemið staðar . – Það ætti að skylda alla innflytjendur til að læra íslensku. – Y má taka út úr íslenskunni. – Full ástæða er til að einfalda íslenskuna. – Það á að þýða erlend borgarheiti sbr. London = Lundúnir , Köbenhavn = Kaupmannahöfn , New York = Nýja Jórvík , Capetown = Höfðaborg o.s.frv. – Það á að íslenska erlend kvikmyndaheiti. – Íslenskan er menningarverðmæti. – Þágufallssýki er sjúkdómur. – Íslenskan þarf ekki vernd. – Íslenskukennsla í grunnskólum er óhagnýt. – Það ætti að auka vægi ritunar, upplesturs og stafsetningar í íslenskukennslu á kostnað málfræði. – Íslenskukennsla í grunnskólum eykur áhuga á íslensku. Æfing 67: Á skólinn að vera lýðræðislegur? Gögn: Fullyrðingar sem þátttakendur draga og taka afstöðu til. Spjöld sem lögð eru á borð eða hengd á töflu og liggja til grundvallar ákvörðunum þátttakenda þegar þeir meta fullyrðingarnar. Á spjöldunum stendur: Lýðræðislegt, ólýðræðislegt, gott fyrir nemendur, slæmt fyrir nemendur, gott fyrir skólastarf, slæmt fyrir skólastarf, hefur ekkert með lýðræði að gera. Markmið: Að mynda sér skoðun á því hvort skólastarf geti og eigi að vera lýðræðislegt. Sam- ræður. Aldur: Unglingastig og eldri. Lýsing: Leiðbeinandi er með spjöld sem á standa ýmsar fullyrðingar og skoðanir um skóla- starf. Þátttakendur draga spjöld, mynda sér skoðun á því sem þar stendur, gera grein fyrir skoðun sinni, færa rök fyrir henni og rökræða við félaga sína. Taka þeir mið af þeim atriðum sem nefnd eru hér að framan við ákvarðanatökuna. Ef þátt- takendur eru fáir, þ.e. um það bil tólf eða færri má sitja saman við stórt borð og nota borðið til að leggja spjöldin á. Ef þátttakendur eru fleiri má nota töflu og líma

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=