68 æfingar í heimspeki
58 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 Æfing 62: En hvað um drauga? Það hefur enginn sýnt fram á að draugar séu ekki til. Þess vegna hljóta þeir að vera til. Satt eða ósatt? Æfing 63: Fjarheilun auglýst Er heilarinn traustsins verður? Reyndur heilari býður upp á fjarheilun. Þú getur haft það notalegt heima á meðan heilarinn vinnur verk sitt fyrir aðeins 4000 krónur í hvert skipti. Hringdu núna. Trúverðugt eða ekki trúverðugt? Æfing 64: Að sjá drauga Jóna hefur búið í húsinu í tíu ár og er fyrst núna farin að verða vör við drauga. Þess vegna hlýtur þetta að vera ímyndun hjá henni. Rétt eða rangt? Æfing 65: Hvað um ástand prófessorsins? Sævar prófessor gerði að eigin mati merkilega uppgötvun í vísindum á meðan hann var undir áhrifum ofskynjunarefnisins LSD. Er ástæða til þess að draga þessa uppgötvun í efa? Já eða nei?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=