68 æfingar í heimspeki

53 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Æfing 57: Fundið fé Aldur: Unglingastig og eldri. Í þessari æfingu er stuðst við frétt um mann í Argentínu sem keypti sér skyrtu. Leiðbeinandi les upp fréttina eða þátttakendur gera það sjálfir. Síðan er efni hennar rökrætt og fylgja með spurningar eða samræðuáætlun sem má byggja á: Argentínumaður nokkur sem dreif sig inn í verslun sem selur notuð föt í Buenos Aires fann hvorki meira né minna en seðlabúnt upp á 250 þúsund krónur í skyrtuvasa á flík sem hann keypti sér í búðinni. Skyrtumaðurinn, sem heitir Claudio, var fljótur að drífa sig aftur í búðina til að skila peningunum. Sagði hann búðarmanninum frá málavöxtum og saman lögðu þeir mikla vinnu á sig til að finna fyrrverandi eiganda skyrtunnar og skila honum fénu. Hin réttmæti eigandi peninganna, Patricia Grieco, hafði selt skyrtuna, sem faðir hennar heitinn hafði áður átt, vegna peningaleysis og léttrar buddu. „Ég er sannfærð um að heimur batnandi fer og að manneskjan er í eðli sínu góð, eftir þessa ánægjulegu lífsreynslu,“ sagði Patricia, alveg bit á heiðarleika Claudio. (Fréttablaðið, 21.04.2005) Samræðuspurningar: Hvað myndir þú gera værir þú í sporum Argentínumannsins? Ef þú ert í verslun og færð of mikið til baka hvað gerir þú? Er sanngjarnt að segja: S á á fund sem finnur? Æfing 58: Dýrasiðfræði Aldur: Unglingastig og eldri. Í þessari æfingu eiga nemendur að mynda sér skoðun á álitamálum sem tengjast velferð dýra og rökræða við félaga sína. Prenta má út myndir til að hafa á spjöldunum. Tvö spjöld sem eru lögð á gólf eða stórt borð eða hengd á töflu liggja til grundvallar ákvörðunum þátttakenda þegar þeir taka afstöðu til fullyrðinganna sem þeir hafa dregið. Á öðru spjaldinu stendur Ásættanlegt og á hinu Óásættanlegt . Leiðbeinandi er með spjöld þar sem ýmsum aðstæðum dýra er lýst. Á spjöldunum stendur: páfagaukur í búri – háhyrningar í dýragarði – kindur á fjöllum að sumarlagi – blindrahundur – fíkniefnaleitarhundur – að hafa gæludýr – mjólkurkýr – kappreiðar – meindýraeyðing – hvalveiðar – nautaat – rjúpnaveiðar – hanaat – að svæfa nashyrninga og taka af þeim hornin – tilraunir á dýrum í þágu snyrtivöruframleiðslu – tilraunir á dýrum í þágu læknavísinda – verksmiðjubúskapur – ísbjörn í húsdýragarði – selir í húsdýragarði – að sjóða humar lifandi – stangveiði – að rækta hunda – fíll í sirkus. Samræða: Tveir eða fleiri vinna saman. Hópurinn dregur spjöld og vegur og metur hvar á línunni þau vilja setja spjöldin. Spurningin sem þau þurfa að hafa í huga við mat sitt er sú hversu ásættanlegar eða óásættanlegar aðstæður dýranna, sem lýst er á spjöldunum, eru. Þegar allir hópar hafa komist að niðurstöðu rökræða þau við aðra hópa hvort þeir séu sammála eða vilji færa spjöld á annan stað. Ef rökræðan

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=