68 æfingar í heimspeki
51 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 3. Óska eftir því að við tannlæknirinn að við deilum kostnaði við að fá nýja tönn. 4. Fylgist vel með hægðum næstu daga og reyni að finna hana þar. 5. Eitthvað annað, hvað? Hvernig heldur þú að tannlæknirinn og skjólstæðingur hans sem í þessu lenti hafi brugðist við? Það sem gerðist: Sá sem gleypti tannkrónuna beið eftir því að hún skilaði sér, síðan var hún sótthreinsuð og svo notuð. Æfing 54: Innbrotið Aldur: Unglingastig og eldri. Nágranni þinn rekur litla verslun á jarðhæðinni í húsi sínu. Sjálfur býr hann ásamt fjölskyldu sinni á efri hæð hússins. Þú veist að nágranni þinn er ekki heima þegar þú vaknar um nótt og sérð út um gluggann að innbrotsþjófar eru að athafna sig í húsinu. Þjófavarnarkerfi hefur farið af stað en þeir virðast ekki láta það hafa áhrif á sig. Ekkert ljós kviknar í húsunum í kring og þó nokkrar mínútur líði gerist ekkert annað en það að innbrotsþjófarnir halda áfram að athafna sig inni í versluninni. Innbrotsþjófarnir eru tveir ungir menn sem komu á vélhjóli. Hvað gerir þú og hvers vegna? Það sem gerðist: Þetta átti sér stað í Belgíu og voru það tveir ungir íslenskir námsmenn sem urðu vitni að innbrotinu. Þeir bíða átekta til þess að athuga hvernig aðrir nágrannar bregðast við. Þegar þeir gera sér grein fyrir því að aðrir nágrannar ætli sér ekki að skipta sér af, hringja þeir í lögregluna. Lögreglan kemur en þá eru þjófarnir farnir. Annar námsmannanna fer út þegar lögreglan er komin og gefur skýrslu. Þar sem hann situr í lögreglubílnum sér hann þjófana fara framhjá á vélhjólinu og nást þeir. Daginn eftir segir annar námsmaðurinn stoltur nokkrum belgískum vinum frá þessu ævintýri næturinnar. Viðbrögðin urðu hinsvegar önnur en hann átti von á: Hva, voru þið að hjálpa löggunni? spurðu Belgarnir. Samræða: Hvað finnst þér um afstöðu Belganna? Hver gæti skýringin verið á þessari afstöðu? Æfing 55: Að hitta aðra manneskju í alveg eins fötum Aldur: Unglingastig og eldri. Fegurðardrottningin og söngkonan virðast hafa svipaðan fatasmekk ef marka má kjólaval þeirra undanfarna daga. Fegurðardrottningin mætti í bleikum, rauðum og appelsínugulum kjól með blómamynstri og silfurlitri pallíetturönd í brúðkaupsveislu. Athygli vakti að söngkonan mætti í nákvæmlega eins kjól í sömu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=