68 æfingar í heimspeki

49 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 þegar nýtt sér inneign nótunnar án þess að afhenda hana. Þegar heim er komið rifjast það upp fyrir honum að hann var búinn að taka út á nótuna. 1. Hvað ætti maðurinn að gera? 2. Hvað myndir þú gera? 3. Borgar sig að vera heiðarleg(ur)? Það sem gerðist: Það sem gerðist í þessu tilviki var það að maðurinn fór aftur í verslunina og gerði grein fyrir málinu. Verslunareigandinn brást þannig við að hann leyfði honum að halda bæði kjólnum og jakkafötunum án þess að rukka fyrir. Æfing 50: Innleggin Aldur: Unglingastig og eldri. Unglingspiltur fór með móður sinni í göngugreiningu. Í ljós kom að pilturinn þurfti á innleggjum í skó að halda. Nokkrum dögum síðar fer móðir piltsins og sækir innleggin sem þá voru tilbúin. Er henni sagt að búið sé að greiða fyrir innleggin en hún var viss um að svo væri ekki. Þrátt fyrir að móðirin hafi sagt að ekki hafi verið greitt fyrir innleggin þá gaf starfsmaðurinn í afgreiðslunni sig ekki og ítrekaði að það væri búið að greiða fyrir umrædd innlegg. Móðirin tók því og fór heim. Nokkrum dögum síðar kvartar pilturinn undan því að honum finnist innleggin ekki virka nógu vel. Vöknuðu grunsemdir um að hann hafi ekki fengið rétt innlegg. Fór hann ásamt föður sínum til fundar við þann sem sá um göngugreininguna þar sem það fékkst staðfest að um röng innlegg væri að ræða. Göngugreinandinn fór fram í afgreiðslu og sótti réttu innleggin og lét þau í skóna og sagði hér hefur þú það, þetta eru réttu innleggin. Nú var komin skýring á því hversvegna afgreiðslumaðurinn sagði að búið hafi verið að greiða fyrir innleggin. 1. Áttu feðgarnir að láta vita að ekki væri búið að greiða fyrir innleggin, eða áttu þeir að þakka fyrir sig og ganga út þar sem ekki var rukkað sérstaklega og af- greiðslumaðurinn var áður búinn að segja að innleggin væru þegar greidd? 2. Hvað myndir þú gera í sporum feðganna? 3. Hvað heldur þú að feðgarnir hafi gert? 4. Borgar sig að vera heiðarleg(ur)? Það sem gerðist: Það sem feðgarnir gerðu var að láta göngugreinandann vita af því að þeir hefðu aldrei greitt fyrir innleggin. Þá sagði göngugreinandinn að þeir þyrftu ekki að borga vegna þessara mistaka í afhendingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=