68 æfingar í heimspeki

48 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 H . Siðfræði, siðferðileg álitamál og heim- spekilegar hversdagsklípur Æfingar 48–58 Gögn: Skriffæri, blöð, klípusögur sem hér fara á eftir. Flestar þeirra byggja á raunveru- legum atburðum. Markmið: Að taka afstöðu til álitamála, færa rök fyrir afstöðu sinni, samræða. Lýsing: Leiðbeinandi les upp klípusögu. Oft er skemmtilegt og skapar eftirvæntingu að teikna atburðarásina á töflu um leið og sagan er sögð. Þá má óska eftir sjálfboða- liðum úr hópi þátttakenda til að lána nöfnin sín þannig að þær persónur sem koma við sögu fái nöfn. Eftir lesturinn fá þátttakendur nokkrar mínútur til þess að mynda sér skoðun á málinu. Það má hvort heldur sem er gera eingöngu munnlega eða með því að þeir skrifa niður afstöðu sína ásamt rökstuðningi. Þátttakendur gera grein fyrir sjónamiðum sínum og rökræða. Æfing 48: Inneignarnótan í húsgagnaversluninni Aldur: Unglingastig og eldri. Þú kaupir stóran fataskáp í húsgagnaverslun sem þú færð sendan heim. Skáphurðirnar eru spegill og þegar þú tekur skápinn úr umbúðunum og ert að fara að setja hann saman sérðu að það er sprunga í speglinum. Þú hringir og kvartar yfir þessu og þér er sagt að þú getir fengið nýjar hurðir en ekki sé vitað hvenær von sé á sendingu en það verði allavega ekki á næstunni. Þú lætur þar við sitja. Nokkrum dögum síðar færðu senda inneignarnótu upp á kr. 15.000 sem þú gerir ráð fyrir að sé þín trygging fyrir nýjum hurðum þegar þær koma. Nokkrum vikum síðar gerist það einn daginn að sendiferðabíll kemur með nýjar hurðir heim til þín. Þú áttir ekki von á þessari sendingu og varst ekki heima. Dóttir þín 13 ára hleypti starfsmanninum inn með hurðirnar. Nú er staðan sú að þú ert bæði með nýjar hurðir og inneignarnótu upp á kr. 15.000. Hvað gerir þú við inneignarnótuna? Færðu rök fyrir skoðun þinni. Æfing 49: Inneignarnótan í fataversluninni Aldur: Unglingastig og eldri. Maður nokkur á mjög háa inneignarnótu í fataverslun. Hann ætlar að kaupa kjól handa konunni sinni en er búinn að týna nótunni. Hann fer í verslunina og man búðarmaðurinn eftir honum og er til í að skrá þetta hjá sér án þess að nótan sé afhent. Hann fær kjólinn. Löngu síðar finnst inneignarnótan og hann fer með hana í búðina og kaupir jakkaföt þar sem hann var búinn að gleyma því að hann hafði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=