68 æfingar í heimspeki

47 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Æfing 47: Hvað stuðlar að hamingju og óhamingju? Gögn: Blöð, skriffæri. Markmið: Greining á hamingjuhugtakinu, heimspekileg samræða um hamingjuna. Aldur: Unglingastig og eldri. Lýsing: Þátttakendur eru með tvö blöð og skrá niður svör við tveimur spurningum. Á annað blaðið skrá þeir niður eins mörg svör og þeim dettur í hug á ákveðnum tíma við spurningunni: a) Hvað telur þú að sé líklegt til þess að gera fólk óhamingju- samt? Á hitt blaðið blaðið skrá þeir niður eins mörg svör og þeim dettur í hug á ákveðnum tíma við spurningunni: b) Hvað telur þú að sé líklegt til þess að gera fólk hamingjusamt? Svör þátttakenda lesin upp, rökrædd og metið hvort það sem fram kemur sé til þess fallið að stuðla að hamingju eða óhamingju. Þegar svör þátttakenda hafa verið tekin fyrir, metin og rökrædd eru fimm atriði valin sem helst eru til þess fallin að stuðla að hamingju fólks og önnur fimm valin sem eru allra síst til þess fallin að stuðla að hamingju. Samræður: Er það rétt að sérhver einstaklingur sé ábyrgur fyrir eigin hamingju? Geta erfiðleikar stuðlað að hamingju? Hvort skiptir meira máli til þess að vera hamingjusöm (-samur) hugarástand eða ytri aðstæður? Getur verið að suma langi til þess að gera eitthvað sem stangast á við hamingju þeirra? Hver er munurinn á hamingju og gleði? Hvernig myndir þú skilgreina hamingju?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=