68 æfingar í heimspeki

46 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 – stærðfræði – eðlisfræði – hjólabretti – úlpa – hjól – strigaskór – gallabuxur – Stöð 2 – skartgripir – klukka – hamingja – vinir – tré – annað fólk – ást – hús – klósettpappír – matur – pitsa – blóm – vinna – sumarfrí – enska. Það fer eftir fjölda þátttakenda hvernig verkefnið er unnið. Ef þátttakendur eru fáir, þ.e. um það bil tólf eða færri, má sitja saman við stórt borð og nota borðið til að leggja spjöldin á. Ef þátttakendur eru fleiri má nota töflu og líma spjöldin á töfluna í stað þess að leggja þau á borðið. Þátttakendur vinna saman í pörumeða smærri hópum. Hvert par eða hópur dregur eitt spjald hjá leiðbeinanda og tekur sér tíma til að meta hvort það sem stendur á spjaldinu sé flokkað sem nauðsynlegt, ónauðsynlegt eða ekki nauðsynlegt heldur æskilegt . Í smærri hópum sem vinna við stórt borð eru flokkarnir þrír á borðinu fyrir framan en í stórum hópum eru flokkarnir þrír skráðir á töfluna. Þegar allir hafa metið það sem þeir fengu gera pörin/hóparnir grein fyrir afstöðu sinni og setja spjöldin á viðeigandi stað á borðinu/töflunni. Þegar hér er komið sögu þarf ekki að rökstyðja afstöðu sína þó vissulega megi útfæra verkefnið þannig að afstaðan sé rökstudd strax. Farnar eru fleiri umferðir og pörin/hóparnir draga fleiri spjöld og gera grein fyrir afstöðu sinni. Þegar búið er að fara yfir góðan slatta af spjöldum eru þátttakendur spurðir að því hvort einhver vilji gera athugasemd við einhverja ákvörðun sem komið hefur fram. Viðkomandi er beðin(n) um að gera grein fyrir athugasemd sinni og færa rök fyrir því hvers vegna eitthvað ætti að falla í annan flokk, t.d. úr nauðsynlegu yfir í ónauðsynlegt. Leiðbeinandi flytur spjaldið úr einum flokki yfir í annan í samræmi við vilja síðasta ræðumanns. Ef þeir sem röðuðu spjaldinu niður upphaflega vilja gera athugasemd mega þeir gera það og geta því fært spjaldið aftur í sinn upphaflega flokk. Þetta verkefni getur gengið svo lengi sem einhver gerir athugasemdir og vill færa spjald yfir í annan flokk og rökstyðja val sitt. Samræður: Hver er munurinn á þörf og gerviþörf? Er hægt að skapa þarfir hjá einhverjum, þarfir sem viðkomandi hafði ekki áður? Eru einhverjir sem vinna við það að skapa þarfir hjá öðrum? Hver er munurinn á þörf, löngun og vilja?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=