68 æfingar í heimspeki
45 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Þátttakendur skrifa niður svör við eftirfarandi spurningu: Hvaða myndir þú/þið helst vilja hafa með þér/ykkur á eyjuna. Nefnið 3–5 hluti ( hlutir hér þýðir ekki bara efnislegir hlutir heldur getur verið fólk, dýr og jafnvel hugtök, s.s. þolinmæði, þakklæti o.s.frv.). Fjöldi hluta fer eftir því hvort verkefnið er unnið af hverjum þátttakanda fyrir sig eða í smærri hópum. Ef hver þátttakandi velur fyrir sig er mátulegt að velja þrjá hluti en ef verkefnið er unnið í hópum er sjálfsagt að hópurinn komi sér saman um fleiri hluti. Þátttakendur rökstyðja val sitt. Nú gera þátttakendur grein fyrir vali sínu og leiðbeinandi skrifar hlutina upp á töflu. Þátttakendur rökstyðja val sitt en rökstuðninginn þarf ekki að skrifa á töfluna. Þegar allir hafa gert grein fyrir vali sínu eru þátttakendur beðnir um að svara eftirfarandi spurningu: Ef þúmættir taka einhvern hlut/hluti frá öðrumog bæta við þína hluti til að hafa á eyjunni hvað myndir þú taka og hvers vegna? Þátttakendur svara spurningunni skriflega. Nú gera þátttakendur grein fyrir vali sínu og leiðbeinandi strikar hlutinn út hjá þeim sem hafði hann upphaflega og bætir honum við listann hjá þeim sem tók(u) hann. Samræður: Hver var ástæðan fyrir því hvaða hlutir voru teknir og frá hverjum? Hvaða hlutir eru líklegastir til þess að tryggja gott líf á eyjunni? Er hægt að meta það hvort einhver þátttakandi/hópur sé sigurvegari í þessu verkefni? Færi það val eftir fjölda hluta, gagnsemi þeirra eða einhverju öðru? Praktísk ábending um útfærslu: Þetta verkefni má vinna bæði í stórum hópum og smáum. Ef um stóran hóp er að ræða, t.d. þrjátíu manna, er of tímafrekt fyrir leiðbeinanda að skrifa upp alla hlutina sem þátttakendur velja en þá má láta hópana sem eru fimm til sex manna fá stór blöð og skrifa hlutina sem þeir velja á blöðin sem eru síðan límd upp. Þannig geta allir séð alla þá hluti sem valdir voru. Æfing 46: Þarfir eða gerviþarfir? Gögn: Spjöld sem leiðbeinandi hefur tilbúin og á eru skrifuð ýmis atriði sem hafa með þarfir og gerviþarfir að gera. Markmið: Að átta sig á gildismati, hvað skipti máli í lífinu, taka afstöðu og rökstyðja afstöðu sína, samræða. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Leiðbeinandi er með tilbúin spjöld. Á hverju spjaldi stendur eitt atriði sem hefur með þarfir, mismikilvægar að gera: bíó – ipod – dvd – sjónvarp – nammidagur – fartölva – trúarbrögð – tannbursti – grafreitir –danska –bíll – sturta – líkamsrækt – kindur – sápa –mjólk –utanlandsferð – vatn – gleraugu – kýr – rúm – skóli – bækur – kennarar – foreldrar – lífsleikni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=