68 æfingar í heimspeki

44 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 4. Myndir þú vilja missa a. minnið? b. vini þína? c. fjölskyldu þína? 5. Hvaða ofurkraft myndir þú vilja hafa? a. Geta minnkað þig og stækkað að vild. b. Vera gríðarlega sterk(ur). c. Geta orðið ósýnileg(ur). 6. Ef þú mættir aldrei framar nota eitt af eftirtöldu hvað myndi það að vera? a. Vélknúin ökutæki, s.s. bílar og vélhjól. b. Tölvur. c. Flugvélar. 7. Hvort myndir þú vilja a. finna vonda lykt af öðrum alla þína ævi? b. finna ekki vonda lykt af öðrum en að aðrir fyndu alltaf vonda lykt af þér? 8. Hvort myndir þú vilja a. vera rík(ur) og eiga maka sem elskar þig ekki? b. vera fátæk(ur) og eiga maka sem elskar þig? Í framhaldi af þessum æfingum geta þátttakendur sjálfir búið til sín eigin dæmi og lagt fyrir aðra. Æfing 45: Eyðieyjan Gögn: Blöð og skriffæri, tafla til þess að skrifa á eða stór pappírsspjöld. Markmið: Að átta sig á gildismati, hvað skipti máli í lífinu, taka afstöðu og rökstyðja afstöðu sína, samræða. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum. Þeir byrja á því að ímynda sér að þeir séu staddir aleinir á eyðieyju úti á miðju hafi. Hvers vegna þeir eru þar er opið til ákvörðunar hverju sinni. Það gæti verið vegna þess að þeir hafa lent í því að stranda skipi, þeir geta hafa verið í flugvél sem hrapaði eða þeir gætu hafa ákveðið að fara þangað sjálfir og ætlað að dvelja þar um nokkurra mánaða skeið. Leiðbein- andi getur ákveðið ástæður dvalarinnar eða þátttakendur geta kosið um þær áður en verkefnið hefst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=