68 æfingar í heimspeki

42 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 G . Hvað skiptir máli? – Ummikilvægi Æfing 43: Hvað skiptir mestu máli í skólanum? Gögn: Átján setningar sem fylgja hér að neðan. Rautt spjald og grænt spjald. Markmið: Að meta og taka afstöðu til þess hvað er mikilvægt og hvað síður mikilvægt í skóla- starfi, samræður. Aldur: Unglingastig og eldri. Lýsing: Leiðbeinandi er með tvö spjöld, annað grænt og hitt rautt fyrir framan sig. Hann biður einn þátttakanda í senn að velja sér tvær tölur á bilinu 1–18. Á bak við tölurn- ar eru setningar sem eru lýsandi fyrir ýmsa þætti skólastarfs sem þátttakendur vita ekki hverjir eru þegar þeir velja tölurnar. Gott er að hafa setningarnar útprent- aðar og klipptar niður: 1. Læra að reikna. 2. Upplifa ýmislegt. 3. Fá góðar einkunnir á prófum. 4. Tileinka sér skapandi og gagnrýna hugsun. 5. Leggja stund á listir (s.s. myndlist, tónlist, leiklist). 6. Læra að trúa á guð. 7. Búa til eitthvað. 8. Öðlast þekkingu á staðreyndum. 9. Að snúðar með súkkulaði séu seldir í frímínútum á föstudögum. 10. Kynnast fólki og eignast vini. 11. Finna tilgang lífsins. 12. Takast á við siðferðileg álitamál. 13. Læra tungumál. 14. Verða hamingjusöm/hamingjusamur 15. Stunda hreyfingu, íþróttir og útivist. 16. Undirbúa sig undir atvinnulífið. 17. Rökræða og skiptast á skoðunum. 18. Ritun. Fyrsti þátttakandinn velur tvær tölur og metur hvor kosturinn sem tölurnar vísa til skiptir meira máli í skólanum. Þátttakandi velur t.d. 7 og 13. Leiðbeinandi spyr þann sem valdi tölurnar hvort skipti meira máli í skólanum að búa til eitthvað (númer 7) eða læra tungumál (númer 13).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=