68 æfingar í heimspeki

41 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Að lestri loknum svara þátttakendur eftirfarandi spurningu: Hvað heldur þú að Gýges hafi gert er hann kom til hallarinnar vitandi af þeim möguleika að geta gert sig ósýnilegan? Bæði má gera þessa æfingu þannig að þátttakendur svara beint munnlega en einnig má láta þá skrifa svör sín niður og gefst þá oft betri tími til umhugsunar fyrir hvern og einn. Síðan ræða þeir svör sín og rökstyðja. Þegar þátttakendur hafa rökrætt svör sín eru lok málsgreinarinnar lesin og þeir komast að því hvað Gýges gerði: Er hann kemur til hallarinnar, drýgir hann hór með drottningu og ræðst með hennar hjálp á konung og drepur hann og sest sjálfur í hásætið. Kemur það þátttakendum á óvart hvað Gýges gerði? Í framhaldi af lestri texta Platons um ósýnileikann má vísa í frétt á visir.is um skref í átt að huliðshjálmi til að setja möguleikann á því að gera sig ósýnilegan í samhengi við raunveruleikann: Vísindamönnum við Duke-háskóla í Bandaríkjunum tókst nýverið að hylja nokkurra rúmsentímetra demantslaga hylki fullkomlega í tilraun. Er þetta í fyrsta sinn sem tekst að gera hlut algjörlega ósýnilegan. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar á síðustu árum þar sem reynt hefur verið að sveigja ljós eða bylgjur fram hjá hlutum klæddum ákveðnu efni þannig að þeir verði ósýnilegir. Þar til nú hefur hluti ljóssins þó ávallt endurspeglast með þeim afleiðingum að það svæði þar sem hlutinn er að finna lítur út fyrir að vera dekkra en umhverfið í kring. Það gerðist hins vegar ekki í nýju tilrauninni. Þó er ekki þar með sagt að hægt verði að kaupa huliðshjálma í verslunum á næstunni. Sá galli er nefnilega á gjöf Njarðar að viðkomandi hlutur er einungis ósýnilegur úr einni átt auk þess sem enn er bara mögulegt að fela hann með örbylgjum en ekki sýnilegu ljósi. Hlutir sem eru huldir með þessari tækni eru því eftir sem áður sýnilegir mönnum þótt þeir geti til að mynda orðið ósýnilegir gagnvart radar-tækni. David Smith, einn vísindamannanna, telur tilraunina þó stórt skref fram á við. „Í fyrri rannsóknum hafa ekki verið búnir til nytsamlegir huliðshjálmar. Þessi gæti hins vegar reynst nytsamlegur,“ sagði Smith eftir tilraunina og bætti við: „Ég held að það sé klárlega hægt að byggja á þessari rannsókn.“ (visir.is, 16.11.2012) Frekari spurningar til að rökræða um ósýnileikann: 1. Hvernig myndi ranglátur maður nota þann hæfileika að geta gert sig ósýni- legan? 2. Hvernig myndi réttlátur maður nota þann hæfileika að geta gert sig ósýnilegan? 3. Hver er munurinn á réttlátum manni og ranglátum manni samkvæmt svörum við spurningum 1 og 2. 4. Hvort væri algengara að fólk gerði góða hluti eða slæma gæti það gert sig ósýnilegt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=