68 æfingar í heimspeki

40 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 ekki fram hver svaraði hverju. Slíkt hentar vel í þeim tilvikum þar sem þátttakendur eru óöruggir við að leggja verk sín í dóm annarra þátttakenda. Rökræður um svörin þar sem spyrja má m.a. eftirfarandi spurninga: 1. Hvað er það sem er þess virði að sjá svo maður væri til í að liggja á gægjum? 2. Hvernig líður honum þegar hann liggur á gægjum áður en hann verður var við fótatakið? 3. Hvaða tilfinningar kvikna þegar hann verður var við það að einhver sér hann liggja á gægjum? Hér má rökræða nokkur algeng stef úr svokallaðri tilvistarheimspeki, s.s. skömm, stolt, ákafa, forvitni, heiðarleika o.s.frv. auk þess að spyrja hvaða merkingu augnaráð annarra hafi sem beinist að manni í mismunandi aðstæðum. Æfing 42: Hringur Gýges Gögn: Málsgrein 359d–360b í Ríkinu eftir Platon, frétt af visir.is, 16.11.2012, skriffæri, blöð. Markmið: Að virkja ímyndunarafl og efla skapandi hugsun, takast á við siðferðilegt álitamál, samræður. Aldur: Unglingastig og eldri. Lýsing: Lesinn er eftirfarandi texti úr Ríkinu eftir Platon þar sem fjallað er um Gýges sem gat gert sig ósýnileganmeð því að snúa hring semhann hafði á fingri sér (tilvitnun): Þetta frelsi sem ég er að tala um fengist helst með því að veita mönnum einhvern þvílíkan mátt og sagt er að Gýges, forfaðir Lýdíumannsins, hafi eitt sinn fengið. Sagt er að hann hafi verið hjarðsveinn í þjónustu þess manns sem þá réði ríkjum í Lýdíu. Í kjölfar þrumuregns og jarðskjálfta brestur jörðin þar sem hann er með hjörð sína á beit svo að gjá myndast. Hann horfir á þetta undrandi og fer svo niður í gjána. Þar sér hann gullinn hest, holan að innan, auk margs annars sem um er getið í ævintýrum. Á hestinum eru op. Hann gægist inn og sér lík. Það er stærra en af manni og er nakið, nema hvað gullhringur er á fingri annarrar handar. Hann þrífur hringinn og fer. Þegar hirðarnir hittast næst, eins og þeir voru vanir að gera einu sinni í hverjum mánuði til að geta gefið konunginum mánaðarlega skýrslu um ástand hjarðanna, kemur Gýges þangað og ber hring sinn á fingri. Sem hann situr hjá hinum hirðunum, vill svo til að hann snýr steininum að sér, þannig að steinninn veit nú inn í lófann. Við þetta verður hann ósýnilegur sessunautum sínum sem ræða um hann sín á milli sem væri hann á bak og burt. Undrandi tekur hann aftur að handfjatla hringinn og snýr nú steininum aftur og verður hann þá sýnilegur á ný. Veltir hann nú þessu fyrir sér og sannreynir að hringurinn býr að sönnu yfir þessum mætti: sneri hann steininum inn varð hann ósýnilegur, sneri hann honum út, varð hann aftur sýnilegur. Þegar honum varð orðið þetta ljóst, hraðar hann sér að koma því í kring að hann er valinn í sveit sendimanna sem ganga skyldi á konungsfund. Er hann kemur til hallarinnar …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=