68 æfingar í heimspeki

4 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 E. Hugtakagreining . Með hugtakagreiningu reynum við að fanga veruleikann. Hver er merk- ing þeirra hugtaka sem við notum? Vitum við það í raun? Hvernig gengur okkur að orða þann veruleika sem við búum við? F. Skapandi hugsun og ímyndunarafl . Hér veltum við því fyrir okkur hvernig eitthvað gæti verið öðruvísi en það er. Við mátum okkur við ýmsar aðstæður og möguleika, setjum okkur í spor og tökum afstöðu. G. Um mikilvægi, hvað skiptir máli? Oftar en ekki setur lífið þær kvaðir á okkur að þurfa að velja á milli ólíkra kosta. Stundum eru allir kostirnir slæmir en samt komumst við ekki und- an því að velja. Það er því ráð að æfa sig. H. Siðferðileg álitamál og heimspekilegar hversdagsklípur . Hér erum við á svipuðum slóðum og í lið G. Við þurfum að velja en valið og siðferðið hanga oft á sömu spýtunni. Hvað er rétt og hvað er rangt? Hvað er til góðs og hvað til ills? I. Gagnrýnin hugsun . Að hugsa gagnrýnið er án efa eitt það mikilvægasta sem við getum kennt börnunum okkar. Að hugsa gagnrýnið felst í því að trúa ekki hverju sem er án um- hugsunar. Upplýsingaflæðið er mikið í nútímasamfélagi og tilboðin mörg. Gagnrýnin hugs- un hjálpar okkur að vega og meta kostina sem standa okkur til boða. J. Hugsað heimspekilega um ýmis mál . Að endingu eru æfingar sem taka á íslenskri tungu, lýðræði í skólastarfi og ávana- og fíkniefnum. Þar kemur vel í ljós hvernig heimspekinni má beita á hversdagsleg viðfangsefni. Í framhaldi af þessum æfingum er um að gera að beita sömu aðferð við önnur hugðarefni eftir því hvað kemur upp hverju sinni. Undirliggjandi öllum þessum æfingum hvílir síðan samræðan. Heimspekileg samræða, oft kölluð rökræða sem hefur það að markmiði að komast að því sem er satt og rétt, gott og fagurt. Hún er samstarfsverkefni í þessari sannleiksleit öfugt við kappræðuna sem hefur sigur eins á öðrum að markmiði. Með því að leggja stund á heimspeki erum við ekki að keppa við næsta mann, við erum ekki að reyna að sigra eða yfirbuga, við erum ekki að rífast, heldur að vinna saman. Sannleikurinn, réttlætið, fegurðin og það góða er markmið heimspekilega sam- ræðusamfélagsins semoft er kallað svo þegar heimspekingar koma saman í rannsóknarvinnu. Lykilþættir heimspekilegrar samræðu eru 1) kveikja 2) umhugsunartími c) samræða d) sam- skiptareglur samræðusamfélagsins. 1. Kveikjan . Heimspekileg samræða hefst með kveikju. Kveikjan getur verið í formi spurning- ar, fullyrðingar, sögu, kvikmyndar, ljósmyndar o.s.frv. Margt getur þjónað sem kveikja til heimspekilegrar samræðu og finna má ýmis dæmi í þessari bók. 2. Umhugsunartíminn . Umhugsunartími er mikilvægur eftir að kveikjan hefur verið kynnt og áður en samræðan hefst. Með umhugsunartímanum fá þátttakendur tækifæri til þess að hugleiða það sem er til umfjöllunar, móta skoðun sína og rökstuðning. Umhugsunartíminn nýtist markvissar ef þátttakendum er gert að skrifa niður skoðun sína eða svar við spurningu. Leiðbeinandi kynnir kveikju t.d. spurningu, segir sögu, sýnir mynd o.s.frv. og óskar eftir því að þátttakendur skrifi niður svar við spurningu sem tengist kveikjunni. Ekki er tekinn mjög langur tími í þetta þar sem hér er um fyrstu viðbrögð þátttakenda að ræða. Með umhugsunartíma er komið í veg fyrir að málglaðir þátttakendur tali bara til þess að tala í stað þess að hafa eitthvað markvert fram að færa í rannsóknina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=