68 æfingar í heimspeki

37 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 borð og leggja flokkana niður fyrir framan þátttakendur. Þátttakendur eru saman í pörum eða litlum hópum og draga spjöld, taka afstöðu til þess sem fram kemur og rökræða við félaga sína. Þegar pörin eða hóparnir hafa komist að niðurstöðu lesa þeir upp það orð eða setningu sem þeir fengu og ákveða hvort hér sé um að ræða eitthvað sem er raunverulegt eða óraunverulegt . Ef hópurinn er ekki viss eða ef um ágreining er að ræða má leggja orðið eða setninguna í flokkinn semmerktur er ?. Pörin/hóparnir fá síðan að draga fleiri orð eða setningar og endurtaka leikinn nokkrum sinnum. Þegar hér er komið sögu hefur safnast saman fjöldi orða fyrir framan þátttakendur. Nú spyr stjórnandi hvort einhver vilji færa eitthvert þeirra, t.d. úr raunverulegt yfir í óraunverulegt eða öfugt. Þá er opnað fyrir samræður og óskað eftir því að þeir sem vilji tjá sig um einstaka orð eða setningu og færa á milli flokka rökstyðji mál sitt. Þau orð og setningar sem má nota eru: Ævintýri – draumur – draugur – bölvun – atóm – skoðun – dáin manneskja – fjórir – þríhyrningur – framtíðin – fortíðin – ást – öfund – paradís – geimverur – Loch Ness skrímslið – álfar – spádómar – hugsun – endurholdgun – heimsendir – prinsessa – einhyrningur – Bermuda þríhyrningurinn – Batman – köttur með þrjár rófur – Elvis Presley – Jesús – guð – ofurhetja – himnaríki – helvíti – djöfullinn – þríhyrningur með fjórum hornum – kvæntur piparsveinn – lélegur brandari – bauganetið – eitthvað annað – eyja sem enginn hefur séð – maður sem hefur horfið – að ganga á vatni – sál – 2+2=5 – 2+2=4 – skáldsaga – kvikmynd – ókvæntur piparsveinn. Æfing 39. Er hægt að misskilja sjálfa(n) sig? Gögn: Engin. Markmið: Hugtakagreining á hugtakinu misskilningur og fleiri hugtökum. Aldur: Unglingastig og eldri. Lýsing: Leiðbeinandi les upp stuttar setningar. Síðan er efni þeirra rökrætt og fylgja með spurningar eða samræðuáætlun sem má byggja á. Setningarnar: Einu sinni var maður sem sagðist hafa misskilið sjálfan sig. Svo var það kona sem sagðist hafa týnt sjálfri sér. Og annar maður sem sagðist hafa svikið sjálfan sig. Samræða: Er hægt að misskilja sjálfa(n) sig? Ef ég skil eitthvað hvað felst í því? Hvað er það að skilja? Hvað er misskilningur? Ef ég skil ekki eitthvað hvað þýðir það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=