68 æfingar í heimspeki

36 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 Konan er … a. ábyrg fyrir því að allir fóru að leita. b. ekki ábyrg fyrir því að allir fóru að leita. c. annað Æfing 36: Fellibylurinn Aldur: Unglingastig og eldri. Fellibylur á að skella á borginni eftir sólarhring. Borgaryfirvöld segja að íbúarnir eigi að fara út úr borginni þar semmikil hætta sé á ferðum. Einn maður ákveður að fara ekki og segir frá því í sjónvarpsviðtali. Síðan skellur fellibylurinn á og maðurinn deyr. a. Hann er ábyrgur fyrir dauða sínum. b. Borgaryfirvöld eru ábyrg fyrir dauða hans þar sem þau tóku hann ekki með valdi út úr borginni. c. Fréttamaðurinn er ábyrgur fyrir því að hafa ekki gert neitt til þess að hann færi út úr borginni. d. Annað Æfing 37: Kokkurinn, nemandinn og matarkastið Aldur: Miðstig og eldri. Kokkur í skóla eldar einndaginnvondanmat aðmati nemandanokkurs. Nemandinn ákveður að mótmæla matnummeð því að fara í matarkast í matsalnum í stað þess að borða matinn. Af þessu hlýst mikill sóðaskapur. Kokkurinn er … a. ábyrgur fyrir sóðaskapnum sem af hlýst. b. ekki ábyrgur fyrir sóðaskapnum sem af hlýst. c. annað. Æfing 38: Hvað er raunverulegt? Gögn: Ýmis orð og fullyrðingar sem vekja upp spurningar um hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Orðin eru á spjöldum eða miðum. Markmið: Hugtakagreining, að mynda sér skoðun, rökræða, færa rök fyrir skoðun sinni og gera sér grein fyrir þekkingarfræðilegum erfiðleikum. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Leiðbeinandi kemur með ýmis orð eða setningar á spjöldum sem vekja upp spurn- ingar um hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Flokka má orðin/setningarnar í þrjá flokka sem eru Raunverulegt, Óraunverulegt og ?. Ef um fjölmennan hóp er að ræða má skrá þessa flokka á töflu en ef hópurinn er ekki svo stór má sitja við stórt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=