68 æfingar í heimspeki

35 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Æfing 32: Barnið og húsbruninn Aldur: Unglingastig og eldri. Þú veist að barn er lokað inni í brennandi húsi. Þú hringir á slökkviliðið en ferð ekki inn í húsið til að bjarga barninu. Barnið deyr. Þú ert … a. ábyrg(ur) fyrir dauða barnsins. b. ekki ábyrg(ur) fyrir dauða barnsins. c. Annað? Æfing 33: Umferðalög brotin Aldur: Miðstig og eldri. Lögreglumaður sem er ekki á vakt keyrir hraðar en hámarkshraði segir til um, til þess að góma bankaræningja sem hann sá. Hann … a. brýtur umferðalög og ætti að vera sektaður b. brýtur umferðalög en ætti ekki að vera sektaður c. Annað? Æfing 34: Skólaferðalagið Aldur: Miðstig og eldri. Kennari fer í ferðalag með börnin þar sem umhverfið er hættulegt, varasamir klettar, hengiflug og villidýr. Hann fylgist ekki með börnunum allan tímann og þau gætu skaðast. Ekkert barn skaðast í þessari ferð. Hann er … a. ábyrgur fyrir því að allir komu heilir heim. b. ekki ábyrgur fyrir því að allir komu heilir heim c. annað Æfing 35: Leitað að sjálfri sér Aldur: Miðstig og eldri. Leit að erlendri konu sem hafði verið saknað síðan um hádegi í gær var hætt um klukkan þrjú í nótt þegar í ljós kom að hún var alls ekki týnd. Hún hafði þvert á móti hjálpað samviskusamlega til við að leita að sjálfri sér. Konan semer tvítug hafði verið í áætlunarferð. Þegar hún skilaði sér ekki aftur í rútuna á tilsettumtíma var hafin leit að henni. Björgunarsveitir voru kallaðar út og óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við leitina. Í nótt kom svo í ljós að konan var ekki týnd heldur í hópi ferðamannanna sem ýmist hafðist við í rútunni á meðan á leitinni stóð eða aðstoðaði við hana. Þannig kom það til að þessi týnda kona leitaði að sjálfri sér. (visir.is 26. ágúst 2012).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=