68 æfingar í heimspeki

34 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 Æfing 28: Afbrýðisemi og ábyrgð Aldur: Unglingastig og eldri. Maður sem ekki hefur notið velgengni í lífinu er afbrýðisamur út í vinnufélaga sinn sem hefur notið mun meiri velgengni í lífi og störfum. Hann ver ekki vinnufélaga sinn sem hefur verið handtekinn og dæmdur fyrir glæp sem hann framdi ekki þó hann viti um sakleysi hans. Er þessi maður sem veit af sakleysi vinnufélagans ábyrgur fyrir því að hann sitji í fangelsi? a. Ábyrgur fyrir því að vinnufélagi hans er í fangelsi. b. Ekki ábyrgur fyrir því að vinnufélagi hans er í fangelsi. c. Annað? Æfing 29: Dauði kindarinnar Aldur: Unglingastig og eldri. Þú sofnar undir stýri á ferð. Bíllinn fer út af veginum og á kind sem er við veginn og ekki innan girðingar. Þú ert … a. ábyrg(ur) fyrir dauða kindarinnar. b. ekki ábyrg(ur) fyrir dauða kindarinnar. c. Annað? Æfing 30: Bensíndælan Aldur: Miðstig og eldri. Eftir að hafa dælt bensíni á bílinn þinn í bensínsjálfsala tekur þú eftir því að sjálfsalinn tekur 2000 kr. of mikið út af kortinu þínu. Þú hefur ekki samband við ábyrgðarmenn bensíndælunnar til þess að gera athugasemd þó gefið sé upp símanúmer. Þú ert … a. ábyrg(ur) fyrir því að tapa peningnum. b. ekki ábyrg(ur) fyrir því að tapa peningnum. c. Annað? Æfing 31: Borgarstjórinn Aldur: Miðstig og eldri. Maður sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi leggur mikið á sig og verður á endanum borgarstjóri. Hann er … a. ábyrgur fyrir velgengni sinni. b. ekki ábyrgur fyrir velgengni sinni. c. heppinn d. Annað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=