68 æfingar í heimspeki

33 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Æfingar 25–37. Þema: Um ábyrgð Gögn: Meðfylgjandi spurningar. Markmið: Hugtakið ábyrgð greint, að taka afstöðu, mynda sér skoðun á álitamálum og færa rök fyrir afstöðu sinni. Lýsing: Í æfingum númer 25–37 taka þátttakendur afstöðu til álitamála sem hafa með ábyrgð að gera. Mögulegt er að velja úr álitamál sem þátttakendur taka afstöðu til og rökræða eða láta þátttakendur taka afstöðu til þeirra allra áður en valin álita- mál eru rökrædd. Æfing 25: Trillusjómaður rekst á árabát Aldur: Unglingastig og eldri. Trillusjómaður siglir óvart á árabát með þeim afleiðingum að barn fellur í sjóinn og drukknar. Trillusjómaðurinn er … a. ábyrgur fyrir því að barnið drukknaði. b. ekki ábyrgur fyrir því að barnið drukknaði. c. Annað? Æfing 26: Ábyrgð á eigin námsárangri? Aldur: Miðstig og eldri. Þú lærir mjög vel og nærð öllum prófum. Þú ert … a. ábyrg(ur) fyrir að hafa náð prófunum. b. ekki ábyrg(ur) fyrir að hafa náð prófunum. c. Annað? Æfing 27: Er kennarinn ábyrgur fyrir námsárangri nemenda? Aldur: Miðstig og eldri. Þú lærir mjög vel og fellur á prófi. Kennarinn þinn er … a. ábyrg(ur) fyrir því að þú náðir ekki prófinu. b. ekki ábyrg(ur) fyrir því að þú féllst á prófinu. c. Annað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=