68 æfingar í heimspeki

30 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 Þegar allir hafa lokið við teikningarnar eru allir með eina teikningu á blaði og tvær glærur af sjálfum sér. Nú skoða þátttakendur vel allar þrjár myndirnar og skrá niður eitt hugtak sem þeim finnst einkenna það sem þeir sjá á myndunum, eitt hugtak fyrir hverja mynd. Dæmi um hugtök gætu verið glaður , fallegur , skrítinn o.s.frv. Þegar allir hafa skráð niður hugtökin safnar leiðbeinandi myndunum saman og dreifir til annarra af handahófi. Hver og einn skoðar síðan þær myndir sem hann fær og skráir niður hugtök sem honum finnst passa við þær myndir sem hann er með. Þegar allir hafa lokið við að skrá hugtökin eru myndirnar skoðaðar í sameiningu og hugtökin borin saman. Hér kemur myndvarpi að góðum notum til þess að varpa upp myndunum á glærunum. Dæmi um verk úr æfingu 20.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=