68 æfingar í heimspeki
29 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 E . Hugtakagreining Æfing 19: Hvað er skrítið? Heimspekileikur og hugtakagreining. Gögn: Skriffæri, blöð. Markmið: Þátttakendur kynnast, sjálfsskoðun, greina hugtakið skrítið, rökræða og færa rök fyrir máli sínu. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Spurt er: Hvað er það skrítnasta sem þú hefur upplifað? Þetta verkefni hefur oft verið notað með nemendum sem eru nýbyrjaðir í nýjum skóla og er þá spurt: hvað er skrítnast við skólann? Eða hvað fannst þér skrítnast þegar þú byrjaðir í skólanum? Þátttakendur skrifa það sem þeim fannst skrítið niður á blað og láta engan vita hvað þeir skrifa. Stjórnandi safnar saman öllum blöðum og les upp lýsingarnar. Þeir sem vilja giska á það hver á hvaða lýsingu rétta upp hönd og stjórnandi velur hver fær að svara. Þegarbúiðer að lesauppallar lýsingarnarmá leitasvaraviðeftirfarandi spurningum: a. Er eitthvað sem allar lýsingarnar eiga sameiginlegt? Dæmi um svar við þessari spurningu er á þá leið að allar lýsingarnar eiga það sameiginlegt að lýsa ein- hverju sem hefur með efnislega hluti að gera, t.d. húsnæði, húsgögn, bækur o.s.frv. eða menningu, t.d. hegðun, tísku, vinnubrögð o.s.frv. b. Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið skrítið með tilliti til þeirra lýsinga sem koma fram? Dæmi um svar úr einumhópi: Skrítið er það semmaður er ekki vanur að upplifa. c. Er skilgreiningin/skilgreiningarnar góð(ar) eða slæm(ar)? Æfing 20: Andlit á blaði í glugga og á spegli Gögn: Blað A4, tvær glærur, skriffæri, glærupenni, myndvarpi, kennaratyggjó . Markmið: Að láta huga og hönd vinna saman, hugtakagreining, sjálfsskoðun. Aldur: Allur aldur. Lýsing: Þátttakendur fá eitt blað A4 að stærð, tvær glærur og glærupenna. Þátttakendur byrja á því að teikna sjálfa sig á blaðið. Eftir að hafa lokið við teikninguna er önnur glæran fest á spegil og andlitsmynd teiknuð eins nákvæmlega og mögulegt er. Þessi glæra er merkt með nafni þess sem teiknaði og auðkennd spegill . Þegar búið er að teikna á speglaglæruna er seinni glæran tekin og límd á rúðu. Þátttakendur vinna tveir og tveir saman. Standa þeir sinn hvorum megin við rúðuna og annar teiknar hinn og svo skipta þeir um hlutverk. Þessi glæra er merkt rúða og nafni þess sem er á glærunni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=