68 æfingar í heimspeki

27 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 D . Fullyrðingar Æfing 18: Fullyrðingar Gögn: Fullyrðingar, skriffæri Markmið: Að mynda sér skoðun, að greina hvað er skynsamlegt og hvað óskynsamlegt, rök- ræða og færa rök fyrir máli sínu. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Hér á eftir má finna fullyrðingar sem eru misskynsamlegar. Merkja má við hverja fullyrðingu með einum af þremur valkostum, þeir eru sammála , ósammála og ? . Leiðbeinandi velur fullyrðingar sem þátttakendur, ýmist hver fyrir sig eða í smærri hópum lesa og meta hvort þeir eru þeim sammála eða ósammála. Einnig má taka fyrir sannleiksgildi fullyrðinganna og spyrja hvort þær séu sannar eða ósannar, réttar eða rangar. Þegar allir hafa lokið við fyrsta hluta verkefnisins, þ.e. tilgreint hverju þeir eru sammála og hverju ósammála, er óskað eftir að þátttakendur velji þá fullyrðingu sem mætti skilgreina sem mesta bullið . Þátttakendur greina frá vali sínu á þeirri fullyrðingu sem er mesta bullið og færa rök fyrir vali sínu. Val þátttakenda borið saman og rökrætt. Öll lönd eru útlönd. – Þú ert að lesa þetta. – Ef þú lest þetta kemur heimsendir. – Salt og pipar er það sama. – Stelpur eru með sítt hár. – Allar úlpur eru hlýjar. – Allt nammi er óhollt. – Það eru allir útlendingar. – Sumir hafa aldrei verið hamingjusamir. – Það eru til grænar appelsínur. – Öllum líður vel á afmælinu sínu. – Það finnst öllum gaman í útlöndum. – Snjór er skemmtilegur. – Allt er lifandi. – Ef hnötturinn er kringlóttur verður einhver partur hans að snúa niður þannig að þeir sem búa niðri detta af honum. – Grænt hár vekur mikla eftirtekt. – Þröng föt eru óþægileg. – Lífið er langur draumur. – Allir eru öðruvísi. – Austur er alltaf til hægri. – Einelti er skaðlegt. – Lífið er tónlist. – Tvíburar eru tveir. – Það eru til svartir svanir. – Klukkan tifar. – Strætó er bíll. – Þú ert þú. – Pulsur eru betri en pylsur. – Hugsaðu nú. – Dýr tala. – Á kaffitíma á að drekka kaffi. – Allir hlæja eins. – Lyklakippa er fyrir lykla. – Það er ekki líf á öðrum plánetum en Jörðinni. – Við erum útlendingar. – Það er hægt að kyngja tönnum í svefni. – Sebrahestar eru hvítir með svörtum röndum. – Allar ömmur eru góðar. – Guð er til og hann er góður. – Melónutré er til. – Málarar eru ekki allir góðir að mála. – Öll dýr á jörðinni eru geimverur. – Eiturefni eru hættuleg. – Það er hægt að vera neikvæður og jákvæður á sama tíma. – Hnífar eru beittir. – Nammi er gott. – Það er skemmtilegast að eiga afmæli á sumrin. – Regnboginn er litað ský. – Hjól eru með tveimur dekkjum. – Einhver hnerrar akkúrat … núna. – Það er ekki til ein sekúnda sem enginn er að tala. – Beljur tala á nýársnótt. – Allir eiga sjálfa sig. – Maður er alltaf á hreyfingu. – Menn geta ekki flogið. – Kanínur eru algjörar dúllur. – Hænur eru með sál. – Þú

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=