68 æfingar í heimspeki

26 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 Æfing 17: Semjið ykkar eigin „hvað ef?“ spurningar Gögn: Skriffæri, blöð. Markmið: Skapandi og gagnrýnin hugsun. Að spyrja heimspekilega. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Í þessari æfingu taka þátttakendur sér góðan tíma til að semja sínar eigin „hvað ef?“ spurningar. Tekinn er góður tímitími, a.m.k. 30mínútur, og semja þátttakendur eins margar spurningar og þeir geta á þeim tíma sem varið er til verksins. Allar spurningarnar eiga að byrja á orðunum „hvað ef …“ Reynslan er sú að oft eiga þátttakendur erfitt með að byrja en ef leiðbeinandi lætur það ekki á sig fá og gefur tíma í verkið þá komast þátttakendur oftar en ekki á flug. Sjálfsagt er að leyfa þeim að bera saman bækur sínar og deila spurningum sínum í þessari vinnu þar sem ein hugmynd verður oft til þess að önnur kviknar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=