68 æfingar í heimspeki
23 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 hliðstæðum hætti og er hér í okkar næstu löndum og það sem um þetta má segja er það að við þekkjum þetta úr fleiri búfjártegundum. Talað er um að það megi ekki, það þurfi að slátra lambhrútum fyrir ákveðinn tíma á haustin til þess að tryggja það að ekki fari á markað kjöt með hrútabragði. Sama á við um svínin. Við leggjum áherslu á að neytendur fái það kjöt sem þeir vilja fá og þess vegna er þessi aðgerð óhjákvæmileg en hinsvegar eru núna í undirbúningi í nágrannalöndunum leiðir til þess að koma í veg fyrir geldingu. (Rás 2) 2. Spurning sjónvarpsmanns: S.l. sex ár hefur samtals verið skorið niður á Landspít- alanum um rúm 20%. Hefur þú gert athugasemdir út af þessu? Svar viðmælanda: Í okkar starfi þá höfum við haft í huga öryggi sjúklinga, öryggi þeirra sem nota þjónustuna, við fylgjumst vel með því sem gerist á deildum. (RÚV sjónvarpsfréttir, 21.02.2013) Eftir að hafa heyrt og jafnvel fengið að lesa sjálfir áðurnefndar spurningar og svör eru þátttakendur spurðir tveggja spurninga: a. Hvernig er svarið? b. Er ástæða til og mögulegt að laga spurningarnar án þess að merking þeirra breytist. Hafa spurningarnar hnitmiðaðri t.d. með því að fækka orðunum sem notuð eru. Æfing 14: Hver er besta spurningin? Gögn: Kveikja sem vekur upp spurningar, skriffæri, blöð. Markmið: Að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að spyrja góðra spurninga. Aldur: Unglingastig og eldri. Sömu æfingu má gera með yngri þátttakendum ef notaður er léttari texti. Lýsing: Þátttakendur gera sér í hugarlund aðstæður þar sem þeir hlýða á fyrirlesara sem endar fyrirlestur sinn á orðunum: Af hverju geta þessir listamenn ekki bara farið að vinna og komið sér í eðlilega vinnu eins og allt venjulegt fólk? Hver og einn fær nú tækifæri til að spyrja fyrirlesarann einnar spurningar. Hver og einn skrifar niður sína spurningu. Þegar allir hafa lokið við að móta spurningu eru spurningarnar lesnar upp og skrifaðar á töflu. Að því loknu fá þátttakendur að velja hver af þeim spurningum sem kom fram er best. Það má útfæra þetta val þannig að ekki megi velja eigin spurningu. Þegar besta spurningin hefur verið valin má spyrja að því hvað geri spurninguna góða. Einnig má spyrja að því hvort einhver spurning eigi ekki við og óska eftir rökum fyrir því hvers vegna svo sé.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=