68 æfingar í heimspeki

22 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 2. Er gott að vera heimskur? 3. Ef ég óska mér þess að fá hest í afmælisgjöf og fæ flóðhest, hefur óskin þá ræst? 4. Ef tré fellur í skógi og enginn er nærri heyrist þá eitthvert hljóð? Nú kjósa þátttakendur þá spurningu sem taka skal fyrir. Hver og einn má kjósa tvisvar sinnum. Leiðbeinandi les upp hverja spurningu fyrir sig og þátttakendur kjósa með handauppréttingu. Einnig má kjósa skriflega. Þegar fyrir liggur hvaða spurning fékk flest atkvæða fá þátttakendur nokkrar mín- útur til þess að skrifa sitt fyrsta svar við spurningunni niður á blað. Þessi liður kall- ast umhugsunartími þar sem hver og einn fær tíma til að hugsa málið og móta það innlegg sem hann mun leggja í rannsóknina. Að því loknu hefjast rökræður með því að leiðbeinandi spyr hvort einhver sé til í að leyfa hópnum að heyra svarið sitt. Hér getur leiðbeinandi haldið rökræðunni gangandi ef á þarf að halda með því að spyrja hópinn hvort einhver sé ósammála svarinu sem var lesið upp, eða sé því sammála. Ef einhver var því ósammála má fá að heyra annað svar eða hvað það er sem er gagnrýnivert við svarið sem var lesið upp. Markmiðið er ekki að allir lesi svörin sín upp þó slíkt megi vissulega gera heldur er ætlast til að hér sé rökræða farin af stað þar sem allir eru virkir og enginn veit hvernig muni þróast. Hafa ber í huga hér sem og í allri heimspekilegri samræðu að markmiðið er að kom- ast að því sem satt er og rétt. Þátttakendur stunda ekki kappræður þar sem þeir reyna að sigra andmælandann. Hér er því um að ræða samstarf en ekki samkeppni. Æfing 13: Spurt en ekki svarað Gögn: Spurningar og svör sem ekki eru fullnægjandi. Markmið: Að gera sér grein fyrir því að þegar spurningu er svarað er nauðsynlegt að svarið sé við þeirri spurningu sem varpað var fram en ekki við einhverri annarri spurn- ingu. Einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að spurningu sé ekki svarað út í hött eða með útúrsnúningi. Þegar þátttakendur vinna með spurningar skal leggja áherslu á að þeir tileinki sér þá tækni að spyrja á skýran hátt án óþarfa mála- lenginga. Aldur: Unglingastig og eldri. Sömu æfingu má gera með yngri þátttakendum ef notaður er léttari texti. Lýsing: Leiðbeinandi kemur með tvö dæmi úr fjölmiðlum um spurningar sem ekki var svar- að á fullnægjandi hátt. Það er um að gera að finna fleiri dæmi og má gera það t.d. með því að taka vel eftir þegar rætt er við stjórnmálamenn í fjölmiðlum. 1. Spurning útvarpsmanns: Þessar geldingar sem eru framkvæmdar án deyfingar hljóma nú ekki beint geðslega, er þetta útbreytt, er þetta gert á hverju svínabúi í landinu? Svar viðmælanda: Allt sem lýtur að þessu hér á landi er framkvæmt og gert með

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=