68 æfingar í heimspeki

21 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 C . Að spyrja – Heimspekilegar spurningar Æfing 11: Heimspekilegar spurningar skoðaðar Gögn: Heimspekilegar spurningar, t.d. af Vísindavefnum. Markmið: Að þátttakendur geri sér grein fyrir því hvað heimspekilegar spurningar eru. Hér er ekki markmiðið að svara spurningunum heldur er hér um að ræða kynningu á heimspekilegum spurningum þannig að þátttakendur geri sér grein fyrir muninum á heimspekilegum spurningum og óheimspekilegum. Aldur: Miðstig og eldri. Lýsing: Leiðbeinandi er búinn að taka til fjölda heimspekilegra spurninga og hefur þær útprentaðar á spjöldum eða miðum. Heimspekilegar spurningar má finna á Vís- indavef Háskóla Íslands en einnig má nota spurningarnar sem hér fylgja. Hver þáttakandi dregur eina spurningu: Er hægt að gera ekki neitt? Er þögn raun- verulega til? Ef maður borðar sjálfan sig, hvort stækkar maður eða hverfur? Ef það er stóll úti í skógi og enginn veit af honum er hann þá til? Ef ég er að lesa hugsanir þínar og þú ert að lesa hugsanir mínar, er ég þá að lesa hugsanir mínar? Er hægt að vera heiðarlegur á óheiðarlegan hátt? Er hægt að fá pylsu með öllu? Ef einhver verður var við huldufólk er þá um huldufólk að ræða? Er það sem er satt alltaf rétt? Hvort er betra að vera kjúklingur sem er ræktaður í litlu búri og miklum þrengslum innan um aðra kjúklinga til þess að verða borðaður eða hafa aldrei orðið til? Hvort á maður frekar að gera það semer rétt eða það semer gott? Er hægt að fæðast vondur? Sekkur vatn í vatni? Af hverju verður maður ástfanginn? Er lífið draumur? Hvað er að vera venjulegur? Af hverju finnst sumum óþægilegt að láta sjá sig á nærfötum en ekki sundfötum? Hvað gerist eftir dauðann? Af hverju gengur fólk í fötum? Getur hiti verið hár? Er gott að vera heimskur? Þegar allir eru komnir með spurningu les hver og einn sína spurningu upphátt þannig að allir fái að heyra. Hér er eins og fyrr segir ekki markmiðið að svara spurningunum en ef einhverjir vilja gera tilraun til að svara þá er sjálfsagt að gefa tíma til slíks, það er samt ekki markmiðið með þessari æfingu. Þegar allir hafa lesið upp sínar spurningar má ganga annan hring og láta þátttak- endur draga aðrar spurningar eins lengi og tíminn leyfir. Æfing 12: Að svara heimspekilegum spurningum Gögn: Heimspekilegar spurningar t.d. af Vísindavef Háskóla Íslands, skriffæri, blöð. Markmið: Að þátttakendur öðlist færni í að svara heimspekilegum spurningum og rökræða. Aldur: Allur aldur. Lýsing: Leiðbeinandi hefur valið fjórar heimspekilegar spurningar og skrifað þær upp á töflu t.d.: 1. Hvort er betra að vera stelpa eða strákur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=