68 æfingar í heimspeki
20 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 eða eins stutt og hann vill en hannmá ekki tala þegar annar hefur orðið. Það verður ávallt að líða ákveðinn tími frá því að sá sem talaði lauk sínu máli og þar til sá sem tekur við hefur mál sitt. Ef einn talar í fimm sekúndur verða að líða 10 sek þar til sá næsti tekur til máls, ef einn talar í 30 sek verða að líða 60 sek þar til sá næsti tekur til máls o.s.frv. Hér er ekki um samræður að ræða og þarf ekki að vera samhengi í því sem sagt er heldur er orðið frjálst um hvaðeina sem þátttakendur vilja tjá sig um. Engum er hinsvegar skylt að tjá sig og ef enginn tjáir sig allan tímann þá er það allt í lagi. Hlutverk stjórnanda er að taka tímann af æfingunni í heild sinni og af máli hvers og eins og minna þátttakendur á að virða leikreglurnar ef ástæða er til. Þegar tíminn er liðinn snúa þátttakendur sér að borðum sínum og fá þeir tvær mínútur (hver stjórnandi getur ráðið tímanum) til þess að skrifa niður allt sem þeir heyrðu. Ekki eru gefin nákvæmari fyrirmæli. Það sem átt er við með „allt sem þeir heyrðu“ felur bæði í sér það sem þátttakendur sögðu og það sem stjórnandi sagði auk umhverfishljóða, t.d. ef einhver segir eitthvað fyrir utan, hljóð í bíl eða flugvél o.s.frv. Þátttakendur bera svo saman það sem þeir heyrðu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=