68 æfingar í heimspeki

19 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Æfing 10: Hlustið Hlustunaræfing. Gögn: Skriffæri, blöð. Markmið: Að hlusta á virkan hátt, taka eftir því sem sagt er, hugsa áður en eitthvað er sagt og grípa ekki fram í fyrir öðrum. Aldur: Allur aldur. Lýsing: Þessari æfingu er ætlað að sýna þátttakendum fram á hversu mikilvægt það er að hlusta vel í heimspekilegum samræðum. Það reynist oft erfitt að fá þátttakendur til að bíða eftir orðinu, hugsa málið og tjá sig ekki um leið og þeim liggur eitthvað á hjarta. Þessari æfingu er ætlað að þjálfa virka hlustun, biðlund og þolinmæði í samræðum. Þátttakendur sitja í hring og snúa baki hver í annan. Mikilvægt er að þátttakendur sjái ekki hver annan þar sem truflandi tjáskipti gætu farið fram. Fyrir aftan hvern og einn er blað og penni á borði. Æfingin stendur í nokkrar mínútur t.d. sjö mínútur, lengur eða skemur og gengur hún út á það að sérhver þátttakandi má segja það sem hann vill og tala eins lengi Dæmi um verk úr æfingu 9.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=