68 æfingar í heimspeki

18 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 Æfing 9: Málað með sápukúlum og skoðað Gögn: A3 blöð, handþurrkur, lím, matarlitur, sápa, vatn, rör. Markmið: Að rannsaka það sem birtist, fanga það sem birtist með hugtaki, undrast og upp- lifa og deila upplifunum sínum, samræða, sköpun. Aldur: Allur aldur. Lýsing: Allir þátttakendur fá hvítt blað t.d. í stærðinni A3, nokkrar handþurrkur og sogrör. Þátttakendur byrja á því að merkja blaðið með nafni og líma handþurrkurnar á blaðið. Handþurrkurnar má hver og einn líma að vild á blaðið. Ef þeir vilja klippa og móta munstur með handþurrkunum mega þeir það, ef þeir vilja líma hand- þurrkurnar beint á blaðið óbreyttar má það líka. Sköpunin hér er frjáls. Ástæðan fyrir því að handþurrkur eru notaðar er sú að þær drekka vel í sig vökva sem kemur sér vel þegar farið er að mála með lituðu vatni. Stjórnandi hefur tekið saman liti sem eru samsettir af matarlit, sápu og vatni í glös- um. Um er að ræða nokkur glös í mismunandi litum. Mikilvægt er að vatnið freyði vel. Þegar þátttakendur eru búnir að líma handþurrkurnar á A3 blöðin fá þeir glas með lit sem þeir láta vera ofan á blaðinu. Stinga þeir rörinu ofan í glasið og blása þannig að sápukúlur myndast sem flæða upp úr glasinu og á blaðið. Síðan skiptast þeir á litum. Sumir vilja kannski bara nota einn lit á meðan aðrir vilja nota alla sem eru í boði. Sumir vilja nota mikið af lit á meðan aðrir vilja nota lítið. Þegar þátttakendur eru orðnir sáttir við sitt verk er það látið þorna þar til hópurinn hittist næst. Þegar myndirnar eru orðnar þurrar tekur við hluti af ferli sem lýst hefur verið í æfingu númer 8 hér að framan, þ.e. allir fá sína mynd og skrifa niður hvað þeir sjá á myndunum sínum. Síðan skiptast þátttakendur á myndum og gera það sama við þá mynd sem þeir hafa fengið. Síðan eru niðurstöðurnar bornar saman. Stundum hefur þessu ferli verið líkt við það að horfa í ský og greina myndir í skýjunum. Mögulegt er að teikna inn á myndirnar það sem sést á þeim. Það eru samt ekki alltaf allir sem eru til í það, heldur vilja sumir frekar eiga myndirnar sínar án þess að búið sé að teikna inn á þær. Í framhaldi af þessu má ræða eftirfarandi spurningar: 1) Er einhver mynd alveg mislukkuð? 2) Var einhver sem reyndi að hafa stjórn á því hvernig myndin yrði? 3) Er hægt að segja að ein mynd sé flottari en önnur? Ef svo er, er það þá vegna listrænna hæfileika eða heppni? 4) Hvað er það sem gerir mynd flotta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=