68 æfingar í heimspeki

10 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 • Eru til skór? • Vita foreldrar þínir að þú ert skotin(n) í Sunnu? Þegar allir hafa lokið við að skrifa spurningarnar niður safnar stjórnandinn þeim saman. Síðan spyr hann hvern og einn þátttakanda og ef svarið er já þá segir þátttakandinn nei og ef svarið er nei þá svarar þátttakandinn já . Stjórnandi reynir að láta spurnarferlið ganga hratt fyrir sig til þess að takmarka umhugsunartíma þess sem svarar hverju sinni. Hlutverk annarra þátttakenda er að taka eftir því hvort sá sem svarar svari rétt eða rangt og ef svarið er rangt þá láta þeir vita. Æfing 7: Hvað er í „kassanum“? Gögn: Box eða hulstur t.d. utan af VHS spólu auk þriggja til fimm smáhluta sem látnir eru í hulstrið. Það fer eftir fjölda þátttakenda hversu mörg hulstur eru notuð. Einnig má nota nestisbox, eða ísbox eða eitthvað annað í þá veru. Ef boxið er glært þannig að sjáist í hlutina þarf að pakka því inn. Markmið: Þátttakendur kynnast og vinna saman, uppgötva, nota ímyndunaraflið og treysta á önnur skynfæri heldur en sjón, einkum heyrn. Aldur: Allur aldur. Lýsing: Þátttakendum er skipt í hópa. Hver hópur fær eitt box eða hulstur. Í það er búið að setja nokkra hluti, t.d. blýant, tappa af gosflösku, smápening, bréfaklemmu, lykil, teiknibólu. Allir hóparnir fá hulstur með sama innihaldi. Hver hópur svarar þremur spurningum: 1. Hvað eru hlutirnir í hulstrinu/boxinu margir? 2. Hvaða hlutir eru í hulstrinu/boxinu? 3. Hver er tilgangurinn með því að gera þetta? Þegar allir hópar hafa komist að niðurstöðu er farið yfir svörin og þau borin saman. Einhver eða einhverjir hópar komast eflaust nær því en aðrir að svara fyrstu og annarri spurningu.Þriðju spurningunni er fyrst og fremst ætlað að vekja þátttak- endur til umhugsunar um það sem gert er.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=