Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

7 Lesskilningur er flókið fyrirbæri og háður fjöl- mörgum þáttum eins og kemur fram í þessari fræðslukynningu. Með því að kenna foreldrum góðar aðferðir er hægt að auka gildi heima- lestrar. Það verður þó ávallt að hafa í huga að hlutverk skólans er að kenna þó heimilum sé falið þjálfunarhlutverkið. Aðferð eins og gagn- virkan lestur, ætti því að kenna nemendum markvisst í skólanum. Þannig tekur skólinn að Markmið fræðslunnar Hlutverk skóla og heimilis í eflingu lesskilnings sér að kenna bæði nemendum og foreldrum aðferð sem er gagnleg í heimalestri og í kjöl- farið er gott að senda heim valda texta sem búið er að skipta upp í hæfilegar einingar til að lesa heima og auka þannig líkurnar á að aðferðin sé notuð og þjálfuð. Upplagt er að nýta texta úr efni sem verið er að vinna með í skólanum. Markmið með fræðslunni er að auka þekk- ingu foreldra á lestraraðferðum og kennslu- háttum, leggja grunn að samstarfi milli heimila og skóla um lestrarnám barnanna. Þannig eru auknar líkur á að námið gangi vel og því mikilvægt að skilaboðin til foreldra séu vel ígrunduð. Gott er að gera grein fyrir stefnu skólans varðandi samstarfið, hvaða hlutverk eru ætluð foreldrum og rökstyðja hvers vegna. Mikilvægt er að hafa í huga að í fjölbreyttum foreldrahópi býr ýmiss konar þekking en líklegt er að flestir foreldrar hafi takmarkaða þekkingu á lestrarkennslu og þeim hugtökum og fagorðum sem eru notuð. Mikilvægt er að upplýsa foreldra um stað- reyndir og kenna þeim aðferðir á eins ein- faldan hátt og unnt er. Það er einkum þrennt sem hugmyndin um öfluga fræðslu varðandi lestur og lestrarnám í grunnskóla byggir á: • Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi heimalestrar, börn sem fá lestrarþjálfun heima með aðstoð foreldra ná betri ár- angri í lestri en þau sem fá litla eða enga þjálfun. • Foreldrar vilja gjarnan styðja við nám barna sinna eftir bestu getu en vantar oft þekkingu á lestri og hvernig á að þjálfa hann. • Ef kennarar ætla foreldrum stórt hlutverk í lestrarþjálfun er líklegra til árangurs að upplýsa þá um mismunandi hlutverk skóla og heimilis í lestrarnáminu og fá þeim í hendur verkfæri til þjálfunarinnar. Velji skólar að senda heim fræðslu með skila- boðum s.s. tölvupósti frekar en að boða for- eldra til fundar er sérlega mikilvægt að gæta að því að framsetning sé skýr og einföld svo upplýsingarnar komist til skila.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=