Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

6 Hafa þarf í huga hvaða stefnu sveitarfélagið hefur mótað sér varðandi nemendur og for- eldra sem hafa íslensku sem annað tungu- mál (ÍSAT). Hér að neðan eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga ef foreldrar með íslensku sem annað tungumál eru í þeim hópi sem fræðslan er ætluð en í grunninn á hið sama að gilda um alla nemendur skólans. • Foreldrar allra nemenda eiga að fá sömu skilaboð óháð móðurmáli, enda stunda nemendurnir lestrarnám sitt á íslensku í íslenskum skóla. • Hlutverk túlka er að koma skilaboðum skólans á framfæri. • Mikilvægt er að fundarboð til foreldra með annað tungumál en íslensku sé skýrt og að fram komi að túlkur verði á staðnum. For- eldrar með annað mál en íslensku þurfa að fá þau skilaboð að ætlast sé til að þeir lesi með börnum sínum á íslensku og að mikilvægt sé að viðhorf til íslenskunnar á heimilinu sé jákvætt. Þrátt fyrir að lesið sé á íslensku er hægt að ræða um innihaldið á móðurmálinu. • Íslensku ætti að nota helming vökutíma barnsins. Mikilvægt er að útskýra fyrir for- eldrum að tungumál landsins þar sem fjöl- skyldan býr þarf að vera sterkara tungu- málið ef barnið á að spjara sig í námi og leik. Einnig að þrátt fyrir að þeir kunni ekki íslensku sé stuðningur þeirra við nám barnsins afar mikilvægur. Íslenska sem annað tungumál • Gott getur verið að nýta tækifærið til að kynna aðstoð sem er í boði utan skólans t.d. heimanámsaðstoð og slíkt á þessum fundi. Mikill munur er milli skóla hvað varðar fjölda nemenda með íslensku sem annað tungumál og hve fjölbreyttur sá hópur er. Ef margir hafa sama heimamál er hugsanlegt að vera með sérstakan fund með túlki fyrir þá. Einnig getur í einhverjum tilfellum hentað að vera með fræðsluna tengt einstaklingsviðtali með túlki. Ávallt verður þó að hafa í huga að sömu skila- boð berist til allra. • Vefur Miðju máls og læsis • Tungumálatorg • Móðurmál • Foreldravefur Rvk. • Velkomin/n vefurinn Á vefnum má finna mörg mikilvæg atriði sem ætluð eru foreldrum og snúa að námi barna sem hafa íslensku sem annað tungumál. Stuðningsefni Menntamálastofnun | 2021

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=