Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

5 Menntamálastofnun | 2021 Opin og hreinskiptin samskipti milli aðila sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta eru afar mikilvæg. Þetta gildir ekki síst um sam- starf heimila og skóla enda sameiginlegt hagsmunamál að efla nemendur á allan hátt. Eitt af lögbundnum hlutverkum grunnskóla er að hafa frumkvæði að þessu samstarfi. Í aðal­ námskrá grunnskóla kemur fram að gagn- kvæm upplýsingagjöf og samráð sé forsenda árangursríks skólastarfs. Þar er einnig bent á gildi þess að foreldrar kynnist daglegu starfi skólans, enda aukist þá líkur á þátttöku þeirra sem getur stuðlað að bættum árangri og líðan barnanna. Það vill gleymast að eina reynsla margra for- eldra af starfi grunnskóla er eigin skólaganga og því nauðsynlegt að þeir fái tækifæri til að kynnast skólastarfinu og eiga samtal við kenn- ara barna sinna um ólík hlutverk og ábyrgð í náminu. Þegar upp er staðið er farsælast að allir sem að námi barna koma taki höndum saman með gagnkvæmri virðingu fyrir þekk- ingu hvers annars. Þar sem áherslur skóla geta verið mismunandi verður að líta á þetta efni sem tillögu að for- eldrafræðslu. Nauðsynlegt er að útbúin sé sérstök kynning í hverjum skóla, tekin afstaða til þess hve mikið af upplýsingum úr þess- ari handbók eru nýttar og hvort haldinn sé fundur eða efninu miðlað eftir öðrum leiðum. Uppsetning fræðsluefnisins er með þeim hætti að sett hefur verið upp dæmi um glæru- kynningu sem hægt er að styðjast við að eins miklu leyti og hentar hverjum skóla fyrir sig. Hverri glæru fylgir ítarlegri umfjöllun um efnið til að auðvelda flytjendum að skipuleggja mál sitt. Einnig eru tilvísanir í frekara lesefni og heimildir. Fræðslufundir fyrir foreldra um lestur og lestrarnám

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=