Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

Gott er að draga örstutt saman það mikilvæg- asta úr fræðslunni og segja foreldrum hvert þeir geta leitað ef þeir þurfa frekari leiðbein- ingar (umsjónarkennari, sérkennari eða ein- hver annar). Mikilvægt er að hvetja foreldra til dáða og minna þá á mikilvægi þátttöku þeirra í lestrarnámi barna sinna. Þeim tíma sem varið er í heimalestur, umræður um orð og innihald er virkilega vel varið og slík vinna hefur jákvæð áhrif á færni barnanna til náms í framtíðinni. Gott er að minna á að hlutverk kennara er meðal annars að vera til staðar og leiðbeina, foreldrar eiga að geta leitað með allar spurn- ingar og vandamál varðandi heimalesturinn til skólans og fengið svör og jákvæða hvatningu. Eðlilegt er að kennarar hafi ekki alltaf svör á reiðum höndum og þurfi að gefa sér tíma til að afla upplýsinga en Læsisvefur Mennta- Að lokum • Dragið örstutt saman það mikil- vægasta. • Hvetjið til spurninga og umræðna. • Hvetjið til að haft sé samband við kennara ef áhyggjur eða spurningar vakna, allar spurningar eru þess virði að þær séu bornar upp. Glæra 14 málastofnunar er gagnleg upplýsingaveita og verkfærakista sem kennarar geta nýtt sér í þessum tilgangi. Það er sameiginlegt verkefni skóla og heimilis að gera nemendur læsa og því eru góð samskipti, gagnkvæm virðing og viðleitni lykilatriði svo takast megi að ná þessu mikilvæga markmiði. Að lokum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=