Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

22 Gagnvirkur paralestur: Æfing Gagnvirkur paralestur: Æfing Fyrsti hluti lesinn • A les upphátt, B fylgist með. • Var eitthvað óljóst? Voru einhver erfið orð? Hvað þýða þau? • A spyr einnar spurningar. • B svarar. • A spáir fyrir um framhaldið (ef við á). Næsti hluti lesinn • B les upphátt, A fylgist með. • Var eitthvað óljóst? Voru einhver erfið orð? Hvað þýða þau? • B dregur saman, A hjálpar ef þarf. • B spyr einnar spurningar. • A svarar. • B spáir um framhaldið (ef við á). Glæra 13 Það eru miklu meiri líkur á að foreldrar tileinki sér aðferðina ef þeir prófa hana sjálfir. Það þarf ekki nema 5–8 mínútur til að foreldrar nái að fara gegnum ferlið saman tveir og tveir. Á blaðsíðu 24 má finna skipulag gagnvirks para- lestrar sem hægt er að prenta út og afhenda foreldrum. Hægt er að láta foreldra spreyta sig á aðferðinni með því að nota þjóðsöguna á bls. 25 en hún gæti verið heppileg þar sem líklegt er að margir foreldrar muni þurfa að hafa fyrir lestrinum og rekast á orð sem þeir hafa ekki séð áður. Ef foreldrar sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál eru á fræðslufundinum er hægt að velja hvaða texta sem er en ágætt, er að velja sögu, til dæmis úr lestrarbók, svo hægt sé að gera forspá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=