Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

Gagnvirkur paralestur: Myndbönd Til að útskýra þetta ferli betur fyrir foreldrum er sniðugt að taka dæmi um sögu sem reikna má með að flestir þekki, til dæmis Geiturnar þrjár eða Rauðhettu : Skýra út: Hvað er kiðlingur? Hvað er engi? Draga saman: Þrjár geitur, geitapabbi, geita- mamma og kiðlingur vildu komast á betra engi en þurftu að komast yfir brú þar sem vont tröll bjó undir. Spyrja spurninga: Hvað ætli Kiða-kið hafi hugsað þegar hún gekk út á brúna? Hver finnst þér að hefði átt að fara fyrst yfir? Hvernig hefði þér liðið að fara yfir brú þar sem er tröll sem hótar að éta þig? Forspá: Ég er viss um að Kiða-kið kemst yfir. Ég held að tröllið nái Kiða-kið og geitapabbi þurfi að bjarga henni. Það er gott að gefa sér góðan tíma í þessa glæru og fara rólega yfir ferlið og leggja áherslu á að það sé mjög eðlilegt að foreldrið þurfi að vera leiðandi í ferlinu til að byrja með. Myndböndin sýna hvernig gagnvirkur paralestur fer fram, ýmist við lestur á sögu eða fræðitexta: • Gagnvirkur paralestur með sögu • Gagnvirkur paralestur með fræði- texta Stuðningsefni Á slóðunum hér fyrir neðan má finna mynd- bönd þar sem barn og kennari lesa saman í gagnvirkum paralestri. Bæði er um að ræða lestur á sögu og fræðitexta. Myndböndin eru stutt og hægt að sýna foreldrum annað eða bæði og senda svo heim slóðirnar svo for- eldrar geti skoðað þau betur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=